Bandaríski herinn í Japan hefur byrjað að kaupa japanskar sjávarafurðir í miklu magni til að koma til móts við sölubann Kínverja en kínversk yfirvöld settu innflutningsbann á japanskar sjávarafurðir í tengslum við losun á vatni frá Fukushima-kjarnorkuverinu.
Rahm Emanuel, bandaríski sendiherrann í Japan, segir að bandarísk stjórnvöld séu einnig að skoða aðrar leiðir til að vinna gegn sölubanni Kínverja. Sendiherrann segir að um viðskiptastríð sé að ræða.
Bandaríski herinn í Japan hefur byrjað að kaupa japanskar sjávarafurðir í miklu magni til að koma til móts við sölubann Kínverja en kínversk yfirvöld settu innflutningsbann á japanskar sjávarafurðir í tengslum við losun á vatni frá Fukushima-kjarnorkuverinu.
Rahm Emanuel, bandaríski sendiherrann í Japan, segir að bandarísk stjórnvöld séu einnig að skoða aðrar leiðir til að vinna gegn sölubanni Kínverja. Sendiherrann segir að um viðskiptastríð sé að ræða.
Kínverjar voru stærsti innflutningsaðili japanskra sjávarafurða en bönnuðu þær nýlega vegna ótta um matvælaöryggi. Á síðasta ári fluttu Japanir til að mynda 100.000 tonn af hörpudiski til Kína.
Emanuel sagði við fréttastofuna Reuters að kaupin væri aðeins byrjunin á langtímasamning sem mun ná til allra tegunda sjávarafurða. Kaupin verða notuð til að fæða hermenn og verða vörurnar einnig seldar í verslunum og veitingastöðum á bandarískum herstöðvum í Japan.
„Besta leiðin sem við höfum í öllum tilfellum þegar kemur að slíkum efnahagsþvingunum frá Kína er að koma til móts við viðkomandi þjóð og veita hjálparhönd,“ bætti Emanuel við.