Bandaríska fjár­festingarfélagið Red­Bird Capi­tal hefur gert sam­komu­lag um kaup á breska dag­blaðinu The Telegraph fyrir 500 milljónir punda.

Með kaupunum lýkur tveggja ára óvissu um eignar­hald þessa áhrifa­mikla fjölmiðils í bresku sam­félagi.

Sam­kvæmt yfir­lýsingu Red­Bird Capi­tal nær kaup­sam­komu­lagið bæði til The Daily Telegraph og The Sunday Telegraph.

Félagið hyggst fjár­festa í stafrænum inn­viðum, auka áskriftar­tekjur og efla út­breiðslu blaðsins bæði innan­lands og á alþjóða­vett­vangi

„Þetta er upp­haf nýrrar veg­ferðar fyrir The Telegraph þar sem við stefnum að því að styrkja vöru­merkið á breskum markaði og víðar,“ sagði Gerry Cardina­le, stofnandi og fram­kvæmda­stjóri Red­Bird Capi­tal.

„Við trúum á vaxtar­mögu­leika þessarar mikilvægu menningar­legu stofnunar og teljum Bret­land vera mjög áhuga­verðan fjár­festingar­kost.“

Red­Bird verður sam­kvæmt sam­komu­laginu eini ráðandi eig­andi Telegraph, þó að félagið haldi áfram viðræðum við minni­hluta­fjár­festa með reynslu í prent­miðla­rekstri.

Fjár­mögnun kaupanna er þegar tryggð og ekki háð þátt­töku annarra fjár­festa.

Red­Bird kaupir fjölmiðilinn af félaginu Red­Bird IMI, sem tók yfir Telegraph Media Group í nóvember 2023 eftir að hafa greitt upp skuldir Barclay-fjöl­skyldunnar við Lloyds-banka.

Um 75% af fjár­mögnun Red­Bird IMI kom frá International Media Invest­ments (IMI), fjár­festingarfélagi í eigu Sheikh Man­sour bin Za­yed al-Nahy­an, vara­for­seta Sam­einuðu arabísku fursta­dæmanna og eig­anda knatt­spyrnu­liðsins Manchester City.

Eftir að breska þingið samþykkti ný lög sem tak­marka eignar­hald er­lendra ríkja og tengdra aðila í fjölmiðlum neyddist Red­Bird IMI til að setja blaðið aftur á sölu í fyrra.

Nýja laga­setningin heimilar nú er­lendum aðilum að eiga að há­marki 15% í breskum dag­blöðum.

IMI mun halda eftir slíkum minni­hluta­hlut í Telegraph sam­kvæmt nýju sam­komu­lagi.

Eig­andi Daily Mail, Lord Rot­her­mere, og fjölmiðla­sam­steypa hans, DMGT, höfðu áður sýnt áhuga á hlut í Telegraph en drógu sig út úr kaupa­ferlinu síðasta sumar.

Ástæðan var óvissa um sam­keppnis­mál og pólitískar flækjur.

Red­Bird Capi­tal hefur lýst metnaði til að efla The Telegraph sem alþjóð­legt fjölmiðla­vöru­merki, sér­stak­lega í Bandaríkjunum.

„Með skýrri framtíðarsýn og fjár­festingu metnaðar­fullra nýrra eig­enda geta blöðin átt von á áður óþekktri vel­gengni,“ segir Chris Evans, rit­stjóri The Daily Telegraph í yfirlýsingu.

Með kaupunum tekur við nýtt tíma­bil í sögu eins virtasta fjölmiðils Bret­lands – þar sem alþjóð­legir hags­munir, tæknifjár­festingar og pólitískar reglur mætast í einu stærstu fjölmiðla­við­skiptum ársins.