Banka­stjórar við­skipta­bankanna eru gestir á fundi efna­hags- og við­skipta­nefndar Al­þingis sem hófst um níu­leytið í morgun. Þetta kemur fram í frétt mbl.is

Fundurinn er lokaður en til um­ræðu er efna­hags­mál á Reykja­nes­skaga en Grind­víkingar hafa verið að óska eftir greiðslu­hléi á fast­eigna­lánum sínum vegna stöðunnar sem er uppi.

Bankarnir hafa boðið Grind­víkingum upp á að frysta lánin sín en í­búar hafa verið ó­sáttir með það úr­ræði.

Ágúst Bjarni Garðars­son, þing­maður Fram­sóknar­flokksins, segir í sam­tali við mbl.isað nefndin óskaði eftir nær­veru banka­stjóranna til að ræða hvort það sé von á frekari við­brögðum bæði fyrir heimili og fyrir­tæki í Grinda­vík.

„Ég held að um þetta at­riði séu allir sam­mála. Ég held að allir þurfi að koma að þessum málum, ríki, fjár­mála­stofnanir og líf­eyris­sjóðir. Þetta er sam­vinnu­verk­efni allra,” segir Ágúst Bjarni í sam­tali við mbl.