Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóra peningastefnu, og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, gera grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar á fundi sem hefst klukkan 9:30.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun um 0,25 prósentu vaxtahækkun og verða meginvextir bankans því 6%.

Í yfirlýsingu peningastefnunefndar er bent á að verðbólga jókst á ný í október og mældist 9,4%. Þá hafi gengi krónunnar lækkað frá októberfundi peningastefnunefndarinnar. Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði til lengri tíma hafi einnig hækkað nokkuð.

Auk séu vísbendingar um að kjölfesta verðbólguvæntinga í verðbólgumarkmiði bankans veikst „og því gæti tekið lengri tíma en ella að ná verðbólgu í markmið“.