Kosningaskrifstofa Joe Biden Bandaríkjaforseta segist hafa safnað 127 milljónum dala, eða hátt í 18 milljarða króna, í júní. Þar af söfnuðust 38 milljónir dala í kjölfar kappræðnanna á fimmtudaginn síðasta, 27. júní, þrátt fyrir slælega frammistöðu Biden.

Kosningateymi forsetans vinnur nú að því að fullvissa styrktaraðila og kjósendur um að hinn 81 árs gamli Joe Biden eigi að halda sínu striki sem fulltrúi Demókrata í forsetakosningunum.

Kosningaskrifstofa Joe Biden Bandaríkjaforseta segist hafa safnað 127 milljónum dala, eða hátt í 18 milljarða króna, í júní. Þar af söfnuðust 38 milljónir dala í kjölfar kappræðnanna á fimmtudaginn síðasta, 27. júní, þrátt fyrir slælega frammistöðu Biden.

Kosningateymi forsetans vinnur nú að því að fullvissa styrktaraðila og kjósendur um að hinn 81 árs gamli Joe Biden eigi að halda sínu striki sem fulltrúi Demókrata í forsetakosningunum.

Alls söfnuðust 264 milljónir dala, eða um 37 milljarðar króna, fyrir kosningaherferð Biden á öðrum ársfjórðungi samkvæmt kosningateymi Biden. Í lok júní var kosningateymið með 240 milljónir dala til ráðstöfunar.

Kosningateymi Trump hefur ekki birt tölur yfir heildarstyrki í síðasta mánuði. Í umfjöllun Financial Times kemur fram að meira hafa safnast fyrir kosningaherferð Trump en Biden í apríl og maí.