Hluta­bréf raf­mynta­fyrir­tækja hafa verið á niður­leið í dag vegna gengis­lækkunar Bitcoin.

Gengi Bitcoin gagn­vart Banda­ríkja­dal hefur lækkað um 22% síðast­liðinn mánuð og farið úr 71 þúsund dölum í 55 þúsund dali. Gengið hefur ekki verið lægra síðan í lok febrúar.

Hluta­bréfa­verð Coin­ba­se Global lækkaði um 5% í utan­þings­við­skiptum sam­kvæmt MarketWatch og að öllu ó­breyttu mun gengi fé­lagsins opna í sínu lægsta gildi í sjö vikur á eftir.

Raf­mynta­kaup­höllin greindi frá því í síðasta upp­gjöri í mars að fé­lagið væri með um 9.183 Bitcoin-myntir á bókunum hjá sér sem á þeim tíma var metið á 664 milljónir Banda­ríkja­dala.

Hluta­bréf raf­mynta­fyrir­tækja hafa verið á niður­leið í dag vegna gengis­lækkunar Bitcoin.

Gengi Bitcoin gagn­vart Banda­ríkja­dal hefur lækkað um 22% síðast­liðinn mánuð og farið úr 71 þúsund dölum í 55 þúsund dali. Gengið hefur ekki verið lægra síðan í lok febrúar.

Hluta­bréfa­verð Coin­ba­se Global lækkaði um 5% í utan­þings­við­skiptum sam­kvæmt MarketWatch og að öllu ó­breyttu mun gengi fé­lagsins opna í sínu lægsta gildi í sjö vikur á eftir.

Raf­mynta­kaup­höllin greindi frá því í síðasta upp­gjöri í mars að fé­lagið væri með um 9.183 Bitcoin-myntir á bókunum hjá sér sem á þeim tíma var metið á 664 milljónir Banda­ríkja­dala.

Í upp­gjörinu sagði að af­koma fyrir­tækisins muni að miklu leyti ráðast af gengi Bitcoin á árinu.

Hluta­bréfa­verð MicroStra­tegy hefur einnig lækkað um rúm 5% í utan­þings­við­skiptum. Sam­kvæmt upp­gjöri í mars­mánuði átti fé­lagið Bitcoin-myntir fyrir um 5 milljarða banda­ríkja­dali.

Fé­lagið gaf síðan út breyti­leg skulda­bréf í vor til að kaupa enn meiri Bitcoin en sam­kvæmt fjár­festa­bréfi JP Morgan á­ætlar bankinn að MicroStra­tegy hafi keypt Bitcoin fyrir 8,3 milljarða banda­ríkja­dali síðast­liðið ár og að 40% af þeim við­skiptum, 3,4 milljarðar, hafi átt sér stað á síðustu þremur árs­fjórðungum.

Önnur fé­lög sem eru að lækka er Mar­at­hon Digi­tal Holdings en gengið hefur farið niður um 5,15%. Gengi Riot Plat­forms hefur lækkað um 5%.