Smærri sveitarfélög í útjaðri Danmerkur hafa þurft að grípa til örþrifaráða til að sporna við fólksflótta.
Af þeim sökum ætlar sveitarfélagið Fanø á Vestur-Jótlandi að bjóða lóðir á 1 danska krónu sem samsvarar rúmlega 20 íslenskum krónum.
Samkvæmt Børsen hefur íbúum á Fanø fækkað um 4% á síðustu fjórum árum en íbúafjöldaspá gerir ráð fyrir að íbúum fækki um 17% fyrir árið 2050.
Smærri sveitarfélög í útjaðri Danmerkur hafa þurft að grípa til örþrifaráða til að sporna við fólksflótta.
Af þeim sökum ætlar sveitarfélagið Fanø á Vestur-Jótlandi að bjóða lóðir á 1 danska krónu sem samsvarar rúmlega 20 íslenskum krónum.
Samkvæmt Børsen hefur íbúum á Fanø fækkað um 4% á síðustu fjórum árum en íbúafjöldaspá gerir ráð fyrir að íbúum fækki um 17% fyrir árið 2050.
„Við höfum ekki selt einn byggingarrétt í fjögur ár þrátt fyrir að lóðaverð lækkaði um 30 prósent milli ára,“ segir Erik Nørreby aðstoðarbæjarstjóri.
Nørreby mun leggja tillöguna fram með næstu fjármálaáætlun og vonast hann til að bæjarstjórn samþykki hana.
Hann segir að framtíðin sé afar svört fyrir eyjuna ef ekki verður hægt að snúa við núverandi þróun.
Ungt fólk í Danmörku hefur verið í meira mæli að flytja úr sveit í borg til að sækja nám eða atvinnutækifæri.
Samkvæmt Børsen hefur þróunin einnig leitt til þess að stærri fasteignafélögin eru byrjuð að líta fram hjá minni sveitarfélögum þegar kemur að byggingarverkefnum en nóg er af yfirgefnu húsnæði um sveitir Danmerkur.
Jesper Ole Jensen, prófessor við háskólann í Álaborg, óttast að það verði svokallaðir draugabæir víðs vegar um Danmörku án breytinga.
Hins vegar er ein versta martröð fjárfesta í fasteignaverkefnum að sitja eftir með tómar byggingar sem seljast ekki.
Fasteignaverð í minni sveitarfélögum í Danmörku hefur hækkað um 30% frá árinu 2021 en einungis 11% í stærri sveitarfélögum.
„Áður en við fjárfestum í nýjum verkefnum þá skoðum við öll gögn um lýðfræðilega þróun svæðisins. Þetta snýst ekki endilega um hvað við fáum fyrir eignina núna heldur hversu mikils virði hún verður eftir þrjátíu ár,“ segir Marius Møller, yfirmaður fasteignaþróunar hjá Pensiondanmark.