Sala hollenska drykkjarisans Heineken, sem er næst stærsti bjórframleiðandi heims, var eilítið meiri en spár félagsins höfðu gert ráð fyrir á þriðja ársfjórðungi yfirstandandi árs. Sala félagsins jókst um 3,3% á fjórðungnum samanborið við sama tímabil í fyrra en spár félagsins gerðu ráð fyrir 3,2% söluvexti. Reutersgreinir frá.
Sala Heineken á fyrri helming árs olli vonbrigðum og var minni en reiknað hafði verið með í spám félagsins, auk þess sem söluáætlanir fyrir árið í heild þóttu einnig fremur ómerkilegar.
Söluaukning síðasta fjórðungs var drifin áfram af verðhækkunum en Heineken hækkaði verð á drykkjarvörum félagsins sem seldar eru undir Heineken vörumerkinu en fjöldi annarra vörumerkja eru undir hatti félagsins. Þá jókst sala á óáfengum bjór og síderum um 11%.