Boeing hefur náð samkomulagi um kaup á Spirit AeroSystems sem sérhæfir sig í að framleiða flugvélaskrokka, þar á meðal fyrir 737 MAX vélarnar. Viðskiptin fela í sér að hluthafar Spirit fá hlutabréf í Boeing að andvirði 4,7 milljarðar dala.

Stór hluti af þeim vandamálum í kringum 737 MAX flugvélarnar hefur verið rakinn til Spirit. Boeing hefur unnið að kaupunum í nokkra mánuði en félagsins hafa gefið það út að þeir telji að yfirtakan muni stuðla að auknu öryggi og betri gæðum í framleiðslunni hjá Spirit.

Boeing hefur náð samkomulagi um kaup á Spirit AeroSystems sem sérhæfir sig í að framleiða flugvélaskrokka, þar á meðal fyrir 737 MAX vélarnar. Viðskiptin fela í sér að hluthafar Spirit fá hlutabréf í Boeing að andvirði 4,7 milljarðar dala.

Stór hluti af þeim vandamálum í kringum 737 MAX flugvélarnar hefur verið rakinn til Spirit. Boeing hefur unnið að kaupunum í nokkra mánuði en félagsins hafa gefið það út að þeir telji að yfirtakan muni stuðla að auknu öryggi og betri gæðum í framleiðslunni hjá Spirit.

„Við teljum að viðskiptin séu almenningi, flugfélögum, starfsmönnum Spirit og Boeing, hluthöfum okkar og þjóðinni heilt yfir fyrir bestu,“ sagði Dave Calhoun, fráfarandi forstjóri Boeing, í tilkynningu bandaríska flugvélaframleiðandans.

Gert er ráð fyrir að Spirit selji eða hætti starfsemi í nokkrum verksmiðjum í Evrópu þar sem íhlutir hafa verið framleiddir fyrir Airbus, aðalkeppinaut Boeing, að því er segir í umfjöllun Wall Street Journal.

Spirit tilheyrði áður samstæðu Boeing. Félagið var stofnað árið 2005 þegar Boeing seldi nokkrar verksmiðjur til að einblína í auknum mæli á lokasamsetningu (e. final assembly).