Efnahags- og framfarastofnun Bretlands býst við að meðalverðbólga þar í landi verði 7,2% fyrir árið 2023.
Hækkunin er sú mesta af öllum hagkerfum G7-ríkjanna en þau samanstanda af Bandaríkjunum, Þýskalandi, Frakklandi, Japan, Kanada og Ítalíu.
Ríkisstjórnin hefur hins vegar sagt að hún væri fullviss um að aðgerðir væru á réttri leið með að draga úr verðbólgu um helming fyrir árslok 2023. OECD hækkaði nýlega spá sína um verðbólgu í Bretlandi um 0,3 prósentustig og hafa bresk stjórnvöld meðal annars vitnað í þá skýrslu.
Til samanburðar spá Þjóðverjar og Ítalir 6,1% verðbólgu, Frakkar 5,8%, Bandaríkjamenn 3,8%, Kanadabúar 3,6% og Japanir 3,1%. Stofnunin segir hins vegar að búast megi við að verðbólgan í Bretlandi fari niður í 2,9% árið 2024.
Englandsbanki hefur undanfarið hækkað stýrivexti í því skyni að reyna að draga úr verðbólgu og má búast við því að bankinn hækki vexti eina ferðina enn, frá 5,25% í 5,5%.
OECD hefur einnig breytt hagvaxtarspá sinni fyrir Bretland og spáir 0,3% vexti fyrir 2023 og 0,8% vexti á næsta ári. Gangi það eftir verður það næst slakasti hagvöxtur meðal allra G7-ríkjanna.