Liz Truss, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og Mark Carney, fyrrum seðlabankastjóri landsins, elduðu grátt silfur saman um helgina.

Sökuðu þau hvort annað um að hafa skaðað breskt efnahagslíf með stefnum sínum í efnahagsmálum.

Á fundi í Montreal í Kanada um helgina sagði Carney að í staðinn fyrir að gera Bretland að Singapúr við Thames-fljótið hafi ríkisstjórn Truss gert landið að Argentínu við Ermasundið.

Truss svaraði fyrir sig í viðtali við Financial Times og sagði Carney hafa staðið vörð um efnahagsstefnu, sem hafi á síðustu 25 árum leitt til lítils hagvaxtar í hinum vestræna heimi.