Hluthafafundur í Brimi hf. ákvað í dag að breyta nafni félagsins í Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. Runólfur Viðar Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins en Ægir Páll Friðbertsson lét af starfi framkvæmdastjóra í gær og tók við forstjórastarfi HB Granda .

Eins og Viðskiptablaðið greindi fyrst frá í apríl keypti Brim ríflega 34% hlut Hvals hf. sem er að stærstum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar í HB Granda fyrir tæplega 22 milljarða. Síðan þá hefur HB Grandi keypt útgerðarfélagið Ögurvík .

Útgerðarfélag Reykjavíkur gerir út skuttogarana Guðmundur í Nes RE 13 og Kleifaberg RE 70 en þeir fengu samtals úthlutað aflamark fyrir yfirstandandi fiskveiðiár sem nemur um 15.580 þorskígildistonnum.