British Airways (BA) hefur ákveðið að draga úr vetraráætlun sinni með því að fækka flugferðum um tíu þúsund. Búist er við því að skortur á starfsfólki í fluggeiranum muni halda áfram út árið og fram á næsta ár. Þetta kemur fram í grein á Financial Times.
BA vonast eftir því að með fækkun flugferða geti félagið forðast það að aflýsa flugum á síðustu stundu. Jafnframt vilji félagið forðast ringulreið á flugvöllum vegna skorts á starfsfólki.
John Holland-Kaye, forstjóri Heathrow flugvallar, spáir því að það taki fluggeirann 12-18 mánuði að endurheimta fulla afkastagetu á ný. Þannig varar Akbar Al Baker, forstjóri Qatar Airways, við því að geirinn muni standa frammi fyrir skorti á starfsfólki sem og skorti á varahlutum fyrir flugvélar í nokkur ár til viðbótar.