Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 277 þúsund í júlí samkvæmt mælingum Ferðamálastofu. Um er að ræða um 1.300 fleiri brottfarir, eða 0,5% fleiri, en mældust í júlí árið 2023.
Um þriðjungur brottfara erlendra farþega voru Bandaríkjamenn og voru brottfarir Íslendinga tæplega 63 þúsund.
Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 277 þúsund í júlí samkvæmt mælingum Ferðamálastofu. Um er að ræða um 1.300 fleiri brottfarir, eða 0,5% fleiri, en mældust í júlí árið 2023.
Um þriðjungur brottfara erlendra farþega voru Bandaríkjamenn og voru brottfarir Íslendinga tæplega 63 þúsund.
Á síðu Ferðamálastofu segir jafnframt að frá áramótum hafi um 1,24 milljónir erlendra farþega farið frá Íslandi en á sama tíma í fyrra þegar brottfarir voru 1,23 milljónir. Þá hafi brottfarir á tímabilinu janúar til júlí í ár verið um 94,9% af þeim sem mældust metárið 2018.
„Flestar brottfarir í júlí voru tilkomnar vegna Bandaríkjamanna, um 99 þúsund talsins, um 12,8% færri en í júlí í fyrra. Þjóðverjar voru í öðru sæti, um 18.400 talsins eða 6,7% heildarbrottfara í júlí. Um er að ræða 16,1% færri brottfarir Þjóðverja en í júlí í fyrra.“
Brottfarir Íslendinga voru um 63 þúsund í júlí og samsvarar 11,3% fækkun frá því á sama tíma í fyrra. Frá áramótum hafa um 360 þúsund Íslendingar farið utan en á sama tíma í fyrra voru brottfarir þeirra um 364 þúsund.