Búist er við töluverðu offramboði af olíu á alþjóðlegum olíumörkuðum á þessum áratug að sögn fréttamiðilsins WSJ. Alþjóðaorkumálastofnunin vitnar í vaxandi birgðir á hráolíu vegna orkuskipta og minnkandi eftirspurnar.

Hápunktur eftirspurnar mun að öllum líkindum nást árið 2029 og mun síðan dragast saman ári seinna og verða í kringum 105,4 milljónir tunna á dag árið 2030.

Búist er við töluverðu offramboði af olíu á alþjóðlegum olíumörkuðum á þessum áratug að sögn fréttamiðilsins WSJ. Alþjóðaorkumálastofnunin vitnar í vaxandi birgðir á hráolíu vegna orkuskipta og minnkandi eftirspurnar.

Hápunktur eftirspurnar mun að öllum líkindum nást árið 2029 og mun síðan dragast saman ári seinna og verða í kringum 105,4 milljónir tunna á dag árið 2030.

Á sama tíma mun olíuframleiðslugeta aukast í tæpar 113,8 milljónir tunna á dag og verður knúin af framleiðendum í Bandaríkjunum og Suður-Ameríku.

„Þetta myndi leiða til framboðs sem hefur ekki sést síðan á hápunkti heimsfaraldurs árið 2020. Umfangsmikil olíuframleiðsla gæti leitt til verðlækkunar sem myndi hafa í för með sér erfiðar áskoranir fyrir framleiðendur í OPEC+ bandalaginu,“ segir í tilkynningu frá Alþjóðaorkumálastofnuninni.

Þrátt fyrir samdráttinn er spáð að alþjóðleg eftirspurn eftir olíu muni aukast um 3,2 milljónir tunna á dag frá 2023 til 2030 og vegna aukinnar eftirspurnar í Kína og Indlandi. Aukin rafbílasala, bætt eldsneytisnýtni og notkun endurnýjanlegrar orku til raforkuframleiðslu mun hins vegar vega upp á móti.