Markaðsvirði Berkshire Hathaway, fjárfestingafélags Warren Buffett, náði nýverið 1 billjón dölum (e. trillion).
Afar fá fyrirtæki í sögunni hafa náð þeim merka árangri en samkvæmtThe Wall Street Journal eru ekki allir ánægðir með áfangann.
Fjárfestar og greiningaraðilar hafa á síðustu vikum varpað fram pælingum um að mögulega sé gengi félagsins of hátt.
Markaðsvirði Berkshire Hathaway, fjárfestingafélags Warren Buffett, náði nýverið 1 billjón dölum (e. trillion).
Afar fá fyrirtæki í sögunni hafa náð þeim merka árangri en samkvæmtThe Wall Street Journal eru ekki allir ánægðir með áfangann.
Fjárfestar og greiningaraðilar hafa á síðustu vikum varpað fram pælingum um að mögulega sé gengi félagsins of hátt.
Samkvæmt nýbirtum gögnum frá félaginu til verðbréfaeftirlitsins er Warren Buffet sammála þeim.
Þar greinir félagið frá því að til standi að draga úr kaupum á eigin bréfum en endurkaup félagsins fara ávallt fram þegar Buffet, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri félagsins, telur að „gengið sé lægra en raunverulegt virði félagsins.“
Berkshire keypti eigin bréf fyrir 345 milljónir Bandaríkjadali eða sem nemur 47 milljörðum íslenskra króna á öðrum ársfjórðungi en félagið hefur ekki keypt jafn lítið af eigin bréfum á einum fjórðungi frá árinu 2018.
Árið 2020 keypti félagið eigin hluti fyrir 9 milljarða dali á hverjum fjórðungi til að mynda.
Einn hlutur á 93 milljónir
Hlutabréfaverð á A-bréfum Berkshire er um 675 þúsund dalir eða sem nemur 93 milljónum króna. Gengi B-bréfanna er í kringum 450 dali.
Í bréfi sínu til hluthafa í febrúar greindi Buffet frá því að sökum stærðar félagsins sem og að hann sæi ekkert aðlaðandi félag til að kaupa á næstunni væru allar líkur á að afkoman yrði ekki ofar væntingum í ár líkt og fyrri ár.