Samstarfsverkefni þrettán aðila undir forystu RMI, Carbfix og Pacific Northwest National Laboratory (e. PNNL) hefur hlotið þriggja milljóna dala styrk frá bandaríska orkumálaráðuneytinu til að þróa verkefni um föngun kolefnis úr andrúmslofti og bindingu þess í jarðlögum í norðvesturhluta Bandaríkjanna.

Verkefnið nefnist Ankeron Carbon Management Hub. Markmiðið er að koma á fót miðstöð fyrir hreinsun á CO2 úr andrúmsloftinu (e. Direct Air Capture/DAC) og varanlega bindingu þess.

Í tilkynningu segir að Norðvestur-Bandaríkin henti vel til slíks verkefnis þar sem þar má bæði finna grænar orkulindir og basaltjarðlög sem geta bundið milljarða tonna af CO2 varanlega í formi steinda.

Samstarfsverkefni þrettán aðila undir forystu RMI, Carbfix og Pacific Northwest National Laboratory (e. PNNL) hefur hlotið þriggja milljóna dala styrk frá bandaríska orkumálaráðuneytinu til að þróa verkefni um föngun kolefnis úr andrúmslofti og bindingu þess í jarðlögum í norðvesturhluta Bandaríkjanna.

Verkefnið nefnist Ankeron Carbon Management Hub. Markmiðið er að koma á fót miðstöð fyrir hreinsun á CO2 úr andrúmsloftinu (e. Direct Air Capture/DAC) og varanlega bindingu þess.

Í tilkynningu segir að Norðvestur-Bandaríkin henti vel til slíks verkefnis þar sem þar má bæði finna grænar orkulindir og basaltjarðlög sem geta bundið milljarða tonna af CO2 varanlega í formi steinda.

Styrkurinn, sem er til tveggja ára, er veittur samkvæmt ákvæðum bandarískra laga um innviðauppbyggingu (e. Bipartisan Infrastructure Law) sem lúta að þróun og uppbyggingu á lofthreinsitækni. Féð verður nýtt í frumþróun á umgjörð verkefnisins, fýsileikakönnun og fyrstu hönnun.

„Við þurfum aðferðir sem geta fjarlægt CO2 úr andrúmsloftinu í stórum stíl á sjálfbæran hátt. Lofthreinsun er álitlegur kostur til þess. Verkefnishópurinn er staðráðinn í að standa rétt að öllu og sýna fyllstu ábyrgð, bæði gagnvart nærsamfélögum og vísindasamfélaginu. Við munum finna leiðir til að byggja upp hreina orkustrauma á svæðinu fremur en að ganga nærri þeim,“ segir Daniel Pike, verkefnisstjóri Ankeron og yfirmaður CDR-verkefna hjá RMI.

„Það sem skiptir mestu við uppbyggingu á bæði sannreyndum og nýjum loftslagsverkefnum er að þau standi á sterkum vísindalegum grunni. Við gerum áfram ítrustu kröfur í þeim efnum og byggjum á yfir 10 ára reynslu af því að beita aðferð okkar til að binda CO2 í jarðlögum á Íslandi.“

RMI er sjálfstæð og óhagnaðardrifin bandarísk stofnun sem vinnur að framgangi grænna orku- og loftslagslausna. Hún leiðir þróun á umgjörð verkefnisins og viðskiptalegum hliðum þess.

Á meðal annarra þátttakenda á þessu stigi eru AES, Blue Planet, Heirloom, LanzaTech, Removr, Sustaera og Twelve. Washington State University Tri-Cities styður samfélagslegan hluta verkefnisins og Náttúruauðlindastofnun Washington-ríkis er tæknilegur ráðgjafi. Verkfræðiráðgjöf verður veitt af Fluor og stefnt er að því að fá fleiri samstarfsaðila að verkefninu á síðari stigum.

„Það sem skiptir mestu við uppbyggingu á bæði sannreyndum og nýjum loftslagsverkefnum er að þau standi á sterkum vísindalegum grunni. Við gerum áfram ítrustu kröfur í þeim efnum og byggjum á yfir 10 ára reynslu af því að beita aðferð okkar til að binda CO2 í jarðlögum á Íslandi,“ segir dr. Bergur Sigfússon, yfirmaður kolefnisföngunar og niðurdælingar hjá Carbfix.