Yfirskattanefnd hafnaði nýverið kröfum Davíðs Helgasonar, stofnanda og fyrrverandi forstjóra Unity, um endurgreiðslu fjármagnstekjuskatts í tengslum við hlutafjárlækkun í Foobar Iceland árið 2022. Davíð hélt því fram að við ákvörðun stofnverðs hlutabréfanna bæri að miða við gangverð þeirra við upphaf ótakmarkaðrar skattskyldu er hann flutti til Íslands í lok árs 2021.

Málið er í raun það fyrsta sinnar tegundar þar sem látið er reyna á hvernig íslenska ríkið ákvarðar stofnverð hlutafjár (eða annarra eigna) einstaklings sem flytur til landsins og skattlagningu mögulegra tekna af slíkum eignum eftir að til landsins er komið.Niðurstaðan getur því sem slík haft áhrif á ákvarðanir einstaklinga um hvort eða hvenær þeir flytja heim til Íslands eða ekki.

Í lögum um tekjuskatt segir að þegar hlutafé er lækkað eru tekjurnar munur á stofnverðinu annars vegar og útgreiðslunni hins vegar en í máli Davíðs var deilt um hvað stofnverðið væri við flutning hans hingað heim. Í lögunum eru þó engin sérstök ákvæði um það hvernig líta eigi á eignir þeirra einstaklinga sem flytja til landsins eða ákvarða stofnverð þeirra.

Davíð greiddi öll gjöld að fullu í staðgreiðslu en líkt og heimilt er í lögum um tekjuskatt er hægt að óska eftir því að ríkisskattstjóri endurskoði staðgreiðsluna samkvæmt framtali árið eftir.

Yfirskattanefnd hafnaði nýverið kröfum Davíðs Helgasonar, stofnanda og fyrrverandi forstjóra Unity, um endurgreiðslu fjármagnstekjuskatts í tengslum við hlutafjárlækkun í Foobar Iceland árið 2022. Davíð hélt því fram að við ákvörðun stofnverðs hlutabréfanna bæri að miða við gangverð þeirra við upphaf ótakmarkaðrar skattskyldu er hann flutti til Íslands í lok árs 2021.

Málið er í raun það fyrsta sinnar tegundar þar sem látið er reyna á hvernig íslenska ríkið ákvarðar stofnverð hlutafjár (eða annarra eigna) einstaklings sem flytur til landsins og skattlagningu mögulegra tekna af slíkum eignum eftir að til landsins er komið.Niðurstaðan getur því sem slík haft áhrif á ákvarðanir einstaklinga um hvort eða hvenær þeir flytja heim til Íslands eða ekki.

Í lögum um tekjuskatt segir að þegar hlutafé er lækkað eru tekjurnar munur á stofnverðinu annars vegar og útgreiðslunni hins vegar en í máli Davíðs var deilt um hvað stofnverðið væri við flutning hans hingað heim. Í lögunum eru þó engin sérstök ákvæði um það hvernig líta eigi á eignir þeirra einstaklinga sem flytja til landsins eða ákvarða stofnverð þeirra.

Davíð greiddi öll gjöld að fullu í staðgreiðslu en líkt og heimilt er í lögum um tekjuskatt er hægt að óska eftir því að ríkisskattstjóri endurskoði staðgreiðsluna samkvæmt framtali árið eftir.

Í athugasemd með skattframtali Davíðs og í kæru til yfirskattanefndar er tekið fram að Foobar Iceland hefði verið sameinað tveimur félögum sem hefðu verið í eigu sjálfseignarsjóðs á árinu 2022.

Um er að ræða millilandasamruna er Foobar Iceland ehf. tók yfir dönsku félögin Foobar Technologies II ApS og Foobar Technologies IV ApS, í tengslum við flutning Davíðs til Íslands. Samrunadagsetningin miðaðist við 1. desember 2021 en á þeim tíma voru eignir félagsins metnar á 236 milljarða og var eigið fé 225 milljarðar.

Þar munaði mest um 214 milljarða króna bókfært virði hlutabréfa í hugbúnaðarfyrirtækinu Unity, sem Davíð stofnaði og stýrði um tíma. Hlutabréfaverð Unity hefur lækkað um tæplega 88% í Kauphöllinni í New York síðan þá.

Unity var skráð á markað í Bandaríkjunum haustið 2020 og var útboðsgengið í frumútboðinu 52 dalir á hlut. Gengið hækkaði verulega eftir skráningu og fór hæst yfir 200 dali í nóvember 2021. Dagslokagengi mánudagsins var 17,7 dalir.

Stærsta eign félagsins hefur því lækkað töluvert eftir að Davíð flutti til landsins með tilheyrandi tapi en bréfin voru byrjuð að lækka í kringum árslok 2021.

Hefði ríkisskattstjóri tekið mið af stofnverði bréfanna við flutning til landsins má ætla að fjármagnstekjuskatturinn hefði verið lækkaður töluvert og verið jafnvel nálægt núllinu vegna tapsins.

Hátt í 400 milljóna skattgreiðsla

Líkt og fyrr segir lét Davíð reyna á hvort fjárhæð skattlagðs arðs og álagður fjármagnstekjuskattur væri rétt reiknaður en í nóvember 2023 hafnaði ríkisskattstjóri kröfu hans um að meta ætti stofnverð félaganna miðað við verðmæti þeirra.

Málinu var skotið til yfirskattanefndar í vor sem staðfesti kæruúrskurð ríkisskattstjóra en um er að ræða hátt í 400 milljóna króna skattgreiðslu í tengslum við hlutafjárlækkunina sumarið 2022.

Davíð að greiddi sér út arð í formi hlutafjárlækkunar í Foobar Iceland í júní það ár að fjárhæð 1.689.389.500 krónur. Hlutaféð var lækkað um 10.000 krónur að nafnvirði, þ.e. úr 2.279.020 krónum í 2.269.030 krónur.

Sé miðað við 22% fjármagnstekjuskatt greiddi Davíð því 371.665.690 krónur í skatt við hlutafjárlækkunina.

Í kæruúrskurði ríkisskattstjóra kemur fram að samkvæmt upplýsingum á hlutabréfablaði með skattframtali Davíðs árið 2022 hefði nafnverð hlutabréfa í Foobar Iceland verið 500.000 kr. í lok árs 2021 og stofnverð 366.738 kr.

Í kærunni er tekið fram að Davíð telji að fjármagnstekjuskattur hefði ranglega verið reiknaður á stofnverðshlutann og álagning fjármagnstekjuskatts því of há.

Í athugasemd með skattframtali Davíðs og í kæru var tekið fram að það hefði verið sameinað tveimur félögum sem hefðu verið í eigu sjálfseignarsjóðs á árinu 2022.

Um er að ræða fyrrnefndan millilandasamruna Foobar Iceland og dönsku Foobar-félaganna en öll félögin voru í fullri eigu Davíðs gegnum sjóðinn Nordeq Trust Limited, sem skráður er á Nýja-Sjálandi.

„Af hálfu kæranda [Davíðs] væri komið fram að hann hefði flutt til Íslands á árinu 2021 og væri eini rétthafinn að eignum Z [Nordeq Trust Limited]. Þá hefðu eignir sjóðsins, m.a. þau tvö félög sem hefðu sameinast X ehf., verið færð í skattframtal kæranda við flutning hans til Íslands. Þegar eignirnar hefðu verið færðar í skattframtalið hefði verið miðað við nafnverð umreiknað í krónur auk stofnverðs sem hefði miðast við eigið fé þeirra 30. nóvember 2021. Nafnverð og stofnverð eignarhlutanna hefði grundvallast á drögum að upphafsefnahagsreikningi félaganna tveggja auk X ehf. í samruna þessa þriggja félaga og drög að upphafsefnahagsreikningnum hefðu miðast við … 2021,“ segir í úrskurði yfirskattanefndar.

Nýtt stofnverð hefði grundvallast á eigin fé sameinaðs félagsins, Foobar Iceland og tveggja erlendra félaga samkvæmt samrunaefnahagsreikningi.

Í kæruúrskurði ríkisskattstjóra er tekið fram að þegar íslenskt félag yfirtekur erlent félag á Evrópska efnahagssvæðinu og afhendir eiganda erlenda félagsins hlutabréf í skiptum fyrir yfirtökuna skal stofnverð miðað við upphaflegt kostnaðarverð nema þegar skattalegt uppgjör á gangvirði hafi átt sér stað í heimalandi þess félags sem væri yfirtekið.

Ríkisskattstjóri segir í úrskurði sínum að engin gögn hefðu verið lögð fram sem staðfestu að skattauppgjör hefði farið fram erlendis.

Færi skattalegt uppgjör ekki fram í samræmi við gangverðsreglur í fyrrverandi heimilisfestarríki skyldi eftir atvikum miða skattalegt stofnverð eigna við upphaflegt kostnaðarverð að frádregnum fyrningum umreiknað í íslenskar krónur.

Í kröfugerð Davíðs í kæru til yfirskattanefndar segir kemur fram að það sé misskilningur ríkisskattstjóra að þegar íslenskt félag yfirtaki félag innan EES og afhendi eiganda félagsins hlutabréf í skiptum við yfirtökuna skuli stofnverð miðast við upphaflegt kostnaðarverð nema þegar skattalegt uppgjör á gangverði hafi átt sér stað í heimaríki yfirtekna félagsins.

Þannig skuli stofnverð hlutabréfa, sem skattaðili eignist við samruna félaga samkvæmt lögum um tekjuskatt ákvarðast jafnt stofnverði þeirra hlutabréfa sem hann hafi látið af hendi.

„Rökstuðningur í úrskurði ríkisskattstjóra fyrir því að ekki skuli horfa til verðmætis hlutafjár við flutning til landsins sé því enginn,” segir í kröfugerðinni sem yfirskattanefnd vísar til.

Að mati Davíðs og lögmanna hans voru forsendur embættisins rangar þar sem hin erlendu félög hafi farið í gegnum skattalegt uppgjör við samruna eins og þau hefðu selt allar sínar eignir við samruna.

Yfirskattanefnd var sammála túlkun ríkisskattstjóra og féllst ekki á þau sjónarmið Davíðs að hann hefði aflað sér tekna þeirra sem féllu honum í skaut við lækkun hlutafjár Foodar að einhverju leyti áður en hann flutti til Íslands, enda féllu þessar tekjur fyrst til á árinu 2022.

Yfirskattanefnd hafnaði aðalkröfu Davíðs en nefndin ályktaði einnig af dóma- og úrskurðaframkvæmd að við þessar aðstæður myndist nýtt stofnverð hlutafjár sem hluthafi fái í útskiptu félagi.

Yfirskattanefnd var þó sammála túlkun ríkisskattstjóra um að ekki skyldi horft til verðmæta eigna einstaklings á þeim tíma sem viðkomandi flytur til landsins heldur beri að horfa til kostnaðarverðs viðkomandi eigna þó að það komi til löngu áður en flutt er til Íslands.

Úrskurðurinn gefur tilefni til þess að einstaklingar sem flytja til Íslands þurfi að huga sérstaklega að því hvernig mögulegar tekjur þeirra, eða tap, af slíkum eignum eru reiknaðar eftir að búseta hér á landi er hafin. Að mati nefndarinnar á einföld regla um að miða við verðmæti við flutning til landsins ekki við en ekki hefur verið dæmt um álitaefnið enda málið hið fyrsta sinnar tegundar.