Stórleikarinn Leonardo DiCaprio hefur fjárfest í Vitrolabs, sem Ingvar Helgason stofnaði árið 2016. Fyrirtækið þróar tækni til að rækta leður fyrir tískuiðnaðinn úr stofnfrumum dýra.
Í færslu á Twitter segir Di Caprio leður Vitrolaps standast leðri unnið úr húð dýra snúning og skili um leið jákvæðu framlagi í baráttunni við loftslagsvána. DiCaprio segist einnig hrifinn af rannsóknarvinnunni sem unnin hafi verið hjá félaginu og vera stoltur af fjárfestingunni í fyrirtækinu.
Viðskiptablaðið greindi frá því í október að Vitrolabs væri metið á um ellefu milljarða króna en þá safnaði félagið um 2,8 milljörðum króna í nýtt hlutafé en til stóð að safna 2,6 milljörðum til viðbótar á næstunni.
Sjá einnig: Stofnfrumuleður Ingvars milljarða virði
Ingvar, starfaði áður í tískuiðnaðinum en stofnaði fyrirtækið árið 2016. Hann fann meðstofnanda sinn, Dr. Dusko Ilic, á Google en Ilic hefur sérhæft sig í stofnfrumurannsóknum og sannfærði hann um að stofna fyrirtækið með sér. Ilic hafði þá ræktað mannshúð á tilraunastofu.
Ingvar er bróður Davíðs Helgasonar, stofnanda Unity og Ara Helgasonar fjárfestis en þeir vinna nú að því að setja upp fjárfestingafélög hér á landi. Þá eru þeir hálfbræður Egils Helgasonar fjölmiðlamanns.
. @VitroLabsInc 's cell cultivated leather rivals the qualities of animal leather while having a positive impact on climate change. The level of research and refinement done to bring this product to life makes this an exciting industry moment. I'm pleased to join as an investor.
— Leonardo DiCaprio (@LeoDiCaprio) May 4, 2022
Stórleikarinn Leonardo DiCaprio hefur fjárfest í Vitrolabs, sem Ingvar Helgason stofnaði árið 2016. Fyrirtækið þróar tækni til að rækta leður fyrir tískuiðnaðinn úr stofnfrumum dýra.
Í færslu á Twitter segir Di Caprio leður Vitrolaps standast leðri unnið úr húð dýra snúning og skili um leið jákvæðu framlagi í baráttunni við loftslagsvána. DiCaprio segist einnig hrifinn af rannsóknarvinnunni sem unnin hafi verið hjá félaginu og vera stoltur af fjárfestingunni í fyrirtækinu.
Viðskiptablaðið greindi frá því í október að Vitrolabs væri metið á um ellefu milljarða króna en þá safnaði félagið um 2,8 milljörðum króna í nýtt hlutafé en til stóð að safna 2,6 milljörðum til viðbótar á næstunni.
Sjá einnig: Stofnfrumuleður Ingvars milljarða virði
Ingvar, starfaði áður í tískuiðnaðinum en stofnaði fyrirtækið árið 2016. Hann fann meðstofnanda sinn, Dr. Dusko Ilic, á Google en Ilic hefur sérhæft sig í stofnfrumurannsóknum og sannfærði hann um að stofna fyrirtækið með sér. Ilic hafði þá ræktað mannshúð á tilraunastofu.
Ingvar er bróður Davíðs Helgasonar, stofnanda Unity og Ara Helgasonar fjárfestis en þeir vinna nú að því að setja upp fjárfestingafélög hér á landi. Þá eru þeir hálfbræður Egils Helgasonar fjölmiðlamanns.
. @VitroLabsInc 's cell cultivated leather rivals the qualities of animal leather while having a positive impact on climate change. The level of research and refinement done to bring this product to life makes this an exciting industry moment. I'm pleased to join as an investor.
— Leonardo DiCaprio (@LeoDiCaprio) May 4, 2022