Stórleikarinn Leonardo DiCaprio hefur fjárfest í Vitrolabs, sem Ingvar Helgason stofnaði árið 2016. Fyrirtækið þróar tækni til að rækta leður fyrir tískuiðnaðinn úr stofnfrumum dýra.

Í færslu á Twitter segir Di Caprio leður Vitrolaps standast leðri unnið úr húð dýra snúning og skili um leið jákvæðu framlagi í baráttunni við loftslagsvána. DiCaprio segist einnig hrifinn af rannsóknarvinnunni sem unnin hafi verið hjá félaginu og vera stoltur af fjárfestingunni í fyrirtækinu.

Viðskiptablaðið greindi frá því í október að Vitrolabs væri metið á um ellefu milljarða króna en þá safnaði félagið um 2,8 milljörðum króna í nýtt hlutafé en til stóð að safna 2,6 milljörðum til viðbótar á næstunni.

Sjá einnig: Stofnfrumuleður Ingvars milljarða virði

Ingvar, starfaði áður í tískuiðnaðinum en stofnaði fyrirtækið árið 2016. Hann fann meðstofnanda sinn, Dr. Dusko Ilic, á Google en Ilic hefur sérhæft sig í stofnfrumurannsóknum og sannfærði hann um að stofna fyrirtækið með sér. Ilic hafði þá ræktað mannshúð á tilraunastofu.

Ingvar er bróður Davíðs Helgasonar, stofnanda Unity og Ara Helgasonar fjárfestis en þeir vinna nú að því að setja upp fjárfestingafélög hér á landi. Þá eru þeir hálfbræður Egils Helgasonar fjölmiðlamanns.

Stórleikarinn Leonardo DiCaprio hefur fjárfest í Vitrolabs, sem Ingvar Helgason stofnaði árið 2016. Fyrirtækið þróar tækni til að rækta leður fyrir tískuiðnaðinn úr stofnfrumum dýra.

Í færslu á Twitter segir Di Caprio leður Vitrolaps standast leðri unnið úr húð dýra snúning og skili um leið jákvæðu framlagi í baráttunni við loftslagsvána. DiCaprio segist einnig hrifinn af rannsóknarvinnunni sem unnin hafi verið hjá félaginu og vera stoltur af fjárfestingunni í fyrirtækinu.

Viðskiptablaðið greindi frá því í október að Vitrolabs væri metið á um ellefu milljarða króna en þá safnaði félagið um 2,8 milljörðum króna í nýtt hlutafé en til stóð að safna 2,6 milljörðum til viðbótar á næstunni.

Sjá einnig: Stofnfrumuleður Ingvars milljarða virði

Ingvar, starfaði áður í tískuiðnaðinum en stofnaði fyrirtækið árið 2016. Hann fann meðstofnanda sinn, Dr. Dusko Ilic, á Google en Ilic hefur sérhæft sig í stofnfrumurannsóknum og sannfærði hann um að stofna fyrirtækið með sér. Ilic hafði þá ræktað mannshúð á tilraunastofu.

Ingvar er bróður Davíðs Helgasonar, stofnanda Unity og Ara Helgasonar fjárfestis en þeir vinna nú að því að setja upp fjárfestingafélög hér á landi. Þá eru þeir hálfbræður Egils Helgasonar fjölmiðlamanns.