Guð­rún Haf­steins­dóttir dóms­mála­ráð­herra hefur sent frá sér frétta­til­kynningu vegna erindis Sigurðar Inga Jóhannes­sonar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, til lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu í gær.

Sigurður Ingi sendi lög­reglunni bréf í gær þar sem hann minnti lög­regluna á ein­okunar­stefnu stjórn­valda þegar kemur að á­fengis­sölu og að ÁTVR eigi sam­kvæmt á­fengis­lögum einka­rétt á að selja á­fengi í smá­sölu. Í bréfinu sagði hann lög­reglunni jafn­framt frá því að það væru viður­lög við brotum á á­fengis­lögum.

Á vef stjórnar­ráðsins segir að vegna erindisins vilji dóms­mála­ráð­herra koma eftir­farandi sjónar­miðum á fram­færi.

Guð­rún Haf­steins­dóttir dóms­mála­ráð­herra hefur sent frá sér frétta­til­kynningu vegna erindis Sigurðar Inga Jóhannes­sonar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, til lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu í gær.

Sigurður Ingi sendi lög­reglunni bréf í gær þar sem hann minnti lög­regluna á ein­okunar­stefnu stjórn­valda þegar kemur að á­fengis­sölu og að ÁTVR eigi sam­kvæmt á­fengis­lögum einka­rétt á að selja á­fengi í smá­sölu. Í bréfinu sagði hann lög­reglunni jafn­framt frá því að það væru viður­lög við brotum á á­fengis­lögum.

Á vef stjórnar­ráðsins segir að vegna erindisins vilji dóms­mála­ráð­herra koma eftir­farandi sjónar­miðum á fram­færi.

„Ís­lenskt saka­mála­réttar­far byggir á því grund­vallar­sjónar­miði að með­ferð saka­mála eigi ekki að lúta pólitískum af­skiptum vald­hafa. Þróun síðustu ára­tuga hefur verið sú að efla enn frekar sjálf­stæði á­kæru­valds og rann­sóknar­valds. Ríkis­sak­sóknari, sem nýtur sjálf­stæðis í em­bætti sínu, er jafn­framt æðsti yfir­maður saka­mála­rann­sókna og tekur ekki við fyrir­mælum frá neinum öðrum stjórn­völdum,“ segir í at­huga­semdum dóms­mála­ráð­herra.

Á­réttar dóms­mála­ráð­herra að þetta sé í sam­ræmi við grund­vallar­reglur réttar­ríkisins um að saka­mála­rann­sóknir lúti einungis lögum en ekki pólitískum af­skiptum.

„Þróunin hér­lendis hefur verið sú að færa þetta vald frá dóms­mála­ráðu­neytinu og til ríkis­sak­sóknara. Af þessu leiðir að dóms­mála­ráðu­neyti og dóms­mála­ráð­herra hafa engin af­skipti af saka­mála­rann­sóknum á Ís­landi. Pólitísk af­skipti af rann­sóknum saka­mála eru til þess fallin að grafa undan réttar­ríkinu,“ segir jafn­framt í at­huga­semdum ráð­herra.

Að mati Guð­rúnar geta af­skipti af þessu tagi leitt til þess að sá sem sætir rann­sókn telji sig ekki hljóta rétt­láta máls­með­ferð þar sem hlut­leysis hafi ekki verið gætt við á­kvörðun um sak­sókn.

„Af því leiðir að ráðu­neyti stjórnar­ráðsins og ráð­herrar ríkis­stjórnarinnar eiga ekki að hafa af­skipti af því hvort eða hvernig mál eru tekin til rann­sóknar sem saka­mál,“ segir Guð­rún að lokum.