Fyrirtækið Dyson hefur ákveðið að segja upp þriðjungi af öllu starfsfólki sínu á Bretlandseyjum. Dyson er þekktast fyrir framleiðslu á pokalausum skaftryksugum sem eru meðal annars seldar hér á landi.

Ákvörðunin er sögð vera hluti af nýrri áætlun til að gera fyrirtækið samkeppnishæfara á alþjóðlegum markaði en fyrirtækið flutti meðal annars höfuðstöðvar sínar til Singapúr árið 2019.

Fyrirtækið Dyson hefur ákveðið að segja upp þriðjungi af öllu starfsfólki sínu á Bretlandseyjum. Dyson er þekktast fyrir framleiðslu á pokalausum skaftryksugum sem eru meðal annars seldar hér á landi.

Ákvörðunin er sögð vera hluti af nýrri áætlun til að gera fyrirtækið samkeppnishæfara á alþjóðlegum markaði en fyrirtækið flutti meðal annars höfuðstöðvar sínar til Singapúr árið 2019.

Sir James Dyson, stofnandi fyrirtækisins, hefur hins vegar verið mjög gagnrýninn á efnahagsstefnu Breta undanfarin misseri. Dyson er nú með 3.500 starfsmenn í Bretlandi og er með skrifstofur í Wilshire, Bristol og London.

„Það er alltaf sársaukafullt að kveðja nána og hæfileikaríka samstarfsmenn. Þeir sem eiga í hættu á að missa vinnuna munu njóta stuðnings á meðan ferlinu stendur,“ segir Hanno Kirner, forstjóri fyrirtækisins.

Dyson, sem framleiðir einnig lofthreinsitæki, hárþurrkur og önnur tæki, skilar þó enn miklum hagnaði. Fyrirtækið jók til að mynda útgjöld sín til rannsókna og þróunar á síðasta ári um 40%.