Sam­kvæmt fjár­mála­ráð­gjöfum sem Financial Times ræddi við eru efnaðir Bretar byrjaðir að færa eignir til vegna yfir­vofandi kosninga­sigurs Keir Star­mers og Verka­manna­flokksins í þing­kosningum morgun­dagsins.

Fjár­magns­eig­endur óttast að Star­mer muni hækka eigna- og fjár­magns­tekju­skatt.

Rachel Ree­ves, fjár­mála­ráð­herra­efni verka­manna­flokksins, hefur sagt að það standi ekki til að hækka fjár­magns­tekju­skatt en úti­lokar þó ekki að hækka skatt á sölu­hagnað hvort sem af fast­eignum, hluta­bréfum eða öðrum eignum.

Sam­kvæmt fjár­mála­ráð­gjöfum sem Financial Times ræddi við eru efnaðir Bretar byrjaðir að færa eignir til vegna yfir­vofandi kosninga­sigurs Keir Star­mers og Verka­manna­flokksins í þing­kosningum morgun­dagsins.

Fjár­magns­eig­endur óttast að Star­mer muni hækka eigna- og fjár­magns­tekju­skatt.

Rachel Ree­ves, fjár­mála­ráð­herra­efni verka­manna­flokksins, hefur sagt að það standi ekki til að hækka fjár­magns­tekju­skatt en úti­lokar þó ekki að hækka skatt á sölu­hagnað hvort sem af fast­eignum, hluta­bréfum eða öðrum eignum.

Sam­kvæmt sam­tölum FT við fjár­mála­ráð­gjafa er „hellingur“ af við­skipta­vinum þeirra að færa eignir og fé­lög úr landi til að komast hjá skatta­hækkununum.

Um er að ræða allt frá frum­kvöðlum yfir í for­stjóra stærstu fyrir­tækja Bret­lands.

Sam­kvæmt nýjustu könnunum stefnir í stór­sigur Verka­manna­flokksins sem gæti fengið um 35% til 45% at­kvæða á meðan Í­halds­flokkurinn er með um 16% til 26% fylgi.