Í umræðu um tekjuskatt einstaklinga í aðdraganda kosninga er öllu snúið á haus. Lágtekjufólk býr ekki við háa skattbyrði, enda á það ekki að gera það. Þeir sem hærra standa í tekjustiganum skila sannarlega sínu til samfélagsins og búa við mun hærri skattbyrði, hvort sem talið er í prósentum eða krónum,“ skrifar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í aðsendri grein sem birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.

Hann segir að afflutningur stjórnmálaflokka á virkni tekjuskattskerfisins sé ætlað rugla fólk í ríminu og skapa glundroða í umræðu um skattamál. Næstum hvergi annars staðar sé að finna jafn mikil tekjujöfnuð og á Íslandi. Þegar litið sé til tekjuskattsgreiðslur tekjutíundanna, að frádregnum vaxta- og barnabótum og með tilliti til persónuafsláttar, megi sjá jöfnunaráhrif skattkerfisins.

Tekjuhæstu tíund framteljenda greiðir um 50% af öllum tekjuskatti. Næsta tíundin þar á eftir greiðir 22% alls tekjuskatts. Lægstu fimm tekjutíundirnar (sem eru framteljendur með heildartekjur, að undanskildum fjármagntekjum undir 490 þúsund krónum, á mánuði) greiða 1% af öllum tekjuskatti.

„Tekjujöfnunaráhrif skattkerfisins eru þannig miklu meiri en fólk gerir sér almennt grein fyrir,“ segir Halldór Benjamín.