Fram ehf., sem er móðurfélag ÍV fjárfestingafélags sem á um 49,1% hlut í Ísfélaginu, hagnaðist um rúma 22 milljarða í fyrra.
Félagið er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu hennar en ÍV fjárfestingafélag er jafnframt stærsti hluthafi Ísfélagsins. Samkvæmt ársreikningi verður ekki greiddur út arður úr félaginu á árinu en eignarhlutur félagsins í Ísfélaginu er uppfærður á markaðsvirði sem skýrir hagnaðinn í fyrra.
Fram ehf., sem er móðurfélag ÍV fjárfestingafélags sem á um 49,1% hlut í Ísfélaginu, hagnaðist um rúma 22 milljarða í fyrra.
Félagið er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu hennar en ÍV fjárfestingafélag er jafnframt stærsti hluthafi Ísfélagsins. Samkvæmt ársreikningi verður ekki greiddur út arður úr félaginu á árinu en eignarhlutur félagsins í Ísfélaginu er uppfærður á markaðsvirði sem skýrir hagnaðinn í fyrra.
Samkvæmt ársreikningi voru eignir félagsins í árslok rúmir 48 milljarðar og eiginfjárhlutfall var 99,6%. Eigið fé félagsins í árslok samkvæmt efnahagsreikningi var 48 milljarðar einnig.
Nær allan hagnað félagsins má rekja til dótturfélaga Fram ehf., ÍV fjárfestingafélags og Hlyns A ehf.
Ísfélag hf. var dótturfélag Fram árið 2022 þegar samstæðan átti 89% hlut í því en sem kunnugt er var Ísfélagið skráð á markað í fyrra.
Í ársreikningi segir að eftir sameiningu Ramma hf. við Ísfélag hf. og sölu hlutabréfa í félaginu í hlutafjárútboði við skráningu Ísfélags hf. í kauphöll sé eignarhluturinn orðinn minni en 50% og á því félagið ekki lengur ráðandi hlut í Ísfélaginu,
Af þeim sökum er Ísfélagið ekki lengur skilgreint sem dótturfélag í ársreikningum þar sem það er ekki lengur hluti af samstæðu Fram heldur er það hlutdeildarfélag.
Handbært fé Fram ehf. í árslok nam rúmum 10 milljörðum króna. Þá á félagið einnig hluti í AC eignarhaldi og Hampiðjunni.