Banda­ríski vogunar­sjóðurinn Francisco Partners, minni­hluta­eig­andi í danska hug­búnaðar­fyrir­tækinu EG, seldi ný­verið alla hluti sína í fyrir­tækinu en sam­kvæmt Børsen er EG metið á 10 milljarða danska króna í viðskiptunum. Sam­svarar það rúm­lega 205 milljörðum ís­lenskra króna.

Klaus Hol­se, for­stjóri EG, segir eftir söluna að nú sé mark­miðið að skrá EG í dönsku Kaup­höllina en ef það gengur eftir verður það stærsta frumút­boð Dan­merkur síðan að Ørsted, stærsta orku­fyrir­tæki Dan­merkur, fór á markað árið 2016.

Síðan þá hefur eina stóra frumút­boðið í Dan­mörku verið Netcompany sem fór á markað 2018 en fyrir­tækið var metið á 8 milljarða danskra króna við skráningu.

Sam­kvæmt heimildar­mönnum Børsen byrjaði EG að vinna í skráningunni árið 2021 en það er þó að minnsta kosti ár í að fé­lagið fari á markað.

Spilar nú­verandi efna­hags­á­stand verð­bólgu og vaxta­,átök í Úkraínu og Mið-Austur­löndum þar stóran þátt en Hol­se for­stjóri EG hefur ekki viljað gefa upp neinn tíma­ramma um hve­nær fyrir­tækið muni ljúka skráningu.

„Að okkar mati er EG fyrir­tæki sem vel í stakk búið til að vera skráð í dönsku Kaup­höllina. Fyrir­tækið skilar stöðugum hagnaði og er með stöðugan tekju­straum í gegnum á­skriftar­þjónustu traustra við­skipta­vina,“ segir Hol­se.

EG fram­leiðir hug­búnað fyrir fyrir­tæki og ein­stak­linga en 82% af tekjum fyrir­tækisins kemur í gegnum á­skriftar­þjónustu.