Samið var um þinglok Alþingis á þriðjudag og verður þingi að óbreyttu frestað á morgun. Fjölmörg mál bíða enn afgreiðslu en aðeins hluti þeirra verður afgreiddur fyrir helgi og önnur þurfa því að bíða fram á haust. Meðal mála sem þurfa að bíða er til að mynda frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum, þingsályktunartillaga forsætisráðherra um aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu og frumvarp utanríkisráðherra um bókun 35 við EES-samninginn.

Þar að auki má nefna minni þingmannafrumvörp en þingmenn Framsóknarflokksins lögðu fram frumvarp um breytingu á áfengislögum þar sem kveðið er á um afnám opnunarbanns á frídögum, þ.e. á á helgidögum þjóðkirkjunnar, sunnudögum, sumardaginn fyrsta, 1. maí, 17. júní og fyrsta mánudag í ágúst.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði