Tillaga Bjarna Benediktssonar um skipan ráðherra Sjálfstæðisflokksins naut ekki stuðnings allra þingmanna flokksins að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Vitnað er í blaðinu í Birgir Ármannsson, nýkjörins þinflokksformanns flokksins sem segir þó tillöguna hafa verið samþykkta með „mjög afgerandi hætti“.
Einn af þeim sem gengið var framhjá við val ráðherra, Haraldur Benediktsson, oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi segist þó sáttur við að verða ekki ráðherra, þó Þórdís Reykfjörð sem skipaði annað sæti listans hafi verið tekin fram yfir hann.
Segist hann hafa vitað að formaðurinn væri í vandræðum vegna kynjahalla og þess vegna hafi hann vel getað séð fyrir sér að hún yrði frekar ráðherra en hann, en hann hafi lagt áherslu á að kjördæmið fengi ráðherra.
„Í grunninn er þetta okkar sameiginlega hugmynd. Ég treysti Þórdísi afskaplega vel og vænti mikils af henni,“ segir Haraldur við blaðið.
„Það er góður bragur á því fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hafa haft tækifæri til að velja hana sem ráðherra.“
Tillaga Bjarna Benediktssonar um skipan ráðherra Sjálfstæðisflokksins naut ekki stuðnings allra þingmanna flokksins að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Vitnað er í blaðinu í Birgir Ármannsson, nýkjörins þinflokksformanns flokksins sem segir þó tillöguna hafa verið samþykkta með „mjög afgerandi hætti“.
Einn af þeim sem gengið var framhjá við val ráðherra, Haraldur Benediktsson, oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi segist þó sáttur við að verða ekki ráðherra, þó Þórdís Reykfjörð sem skipaði annað sæti listans hafi verið tekin fram yfir hann.
Segist hann hafa vitað að formaðurinn væri í vandræðum vegna kynjahalla og þess vegna hafi hann vel getað séð fyrir sér að hún yrði frekar ráðherra en hann, en hann hafi lagt áherslu á að kjördæmið fengi ráðherra.
„Í grunninn er þetta okkar sameiginlega hugmynd. Ég treysti Þórdísi afskaplega vel og vænti mikils af henni,“ segir Haraldur við blaðið.
„Það er góður bragur á því fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hafa haft tækifæri til að velja hana sem ráðherra.“