Eldum rétt ehf., sem rekur net­verslun sem býður upp á marata­pakki með upp­skriftum og hrá­efni, hagnaðist um 288,5 milljónir króna í fyrra sam­kvæmt ný­birtum árs­reikningi fé­lagsins. Mun það vera hækkun úr 235 milljónum árið áður.

Eigið fé fé­lagsins í lok reiknings­ársins var 429 milljónir að með­töldu hluta­fé að fjár­hæð 500 þúsund en allt hluta­fé fé­lagsins er í eigu Haga hf.

Stjórn fé­lagsins mun leggja til á aðal­fundi fé­lagsins að greiddur verði 300 milljón króna arður til hlut­hafa á árinu 2024. Félagið greiddi 280 milljónir í arð í fyrra.

Velta Eldum rétt jókst milli ára og fór úr 1.924 milljónum á fjór­tán mánaða reiknings­árinu 2022-2023 í tæpa tvo milljarða á 11 mánaða reiknings­árinu í fyrra.

Eldum rétt ehf., sem rekur net­verslun sem býður upp á marata­pakki með upp­skriftum og hrá­efni, hagnaðist um 288,5 milljónir króna í fyrra sam­kvæmt ný­birtum árs­reikningi fé­lagsins. Mun það vera hækkun úr 235 milljónum árið áður.

Eigið fé fé­lagsins í lok reiknings­ársins var 429 milljónir að með­töldu hluta­fé að fjár­hæð 500 þúsund en allt hluta­fé fé­lagsins er í eigu Haga hf.

Stjórn fé­lagsins mun leggja til á aðal­fundi fé­lagsins að greiddur verði 300 milljón króna arður til hlut­hafa á árinu 2024. Félagið greiddi 280 milljónir í arð í fyrra.

Velta Eldum rétt jókst milli ára og fór úr 1.924 milljónum á fjór­tán mánaða reiknings­árinu 2022-2023 í tæpa tvo milljarða á 11 mánaða reiknings­árinu í fyrra.

Í skýrslu stjórnar segir að rekstur ársins hafi gengið vel en árið hafi verið það stærsta í sögu fé­lagsins.

„Við­skipta­vinum hefur fjölgað jafnt og þétt og telst Eldum rétt til stærstu net­verslana á Ís­landi með mat­vöru. Á árinu var fram­leiðslu­rými fyrir­tækisins stækkað og betr­um­bætt til að auka skil­virkni og hag­kvæmni í rekstri. Stækkunin var auk þess mikil­væg til að auka af­kasta­getu vegna aukinnar eftir­spurnar og mikillar magn­aukningar,“ segir í skýrslu stjórnar.

Kaupverðið 1,6 milljarðar

Hagar, móður­fé­lag Bónus, Hag­kaups og Olís, náðu sam­komu­lagi við um kaup á öllu hluta­fé Eldum rétt í mars 2022 og tóku við rekstrinum þann 1. nóvember 2022. Eldum rétt var áður í jafnri eigu fram­taks­sjóðsins Horns III, í stýringu hjá Lands­bréfum, annars vegar og stofn­endanna Vals Her­manns­sonar og Kristófers Júlíusar Leifs­sonar hins vegar.

Kaup­verðið nam 1.613 milljónum króna og var greitt með hand­bæru fé að því er kemur fram í síðasta árs­reikningi Haga. Af kaup­verðinu voru 1.264 milljónir færðar sem við­skipta­vild í sam­stæðu.