Eliza­beth Hol­mes, stofnandi Thera­nos, mun hefja af­plánun í dag en hún var dæmd í ellefu ára fangelsi fyrir fjár­svik í nóvember á síðasta ári.

Hún hefur gengið laus síðan dómurinn féll en átti að fara í fangelen húnsi í lok apríl. Þar sem hún á­frýjaði óskaði hún eftir því að fá að ganga laus þar til á­frýjunin yrði tekin fyrir.

Dómari hafnaði þessari beiðni hennar í lok apríl og var Hol­mes skipað að skila sér í steininn.

Hol­mes ætlaði að gjör­bylta blóð­prufum með nýrri tækni sem fyrir­tækið sagðist hafa þróað og gerði mögu­legta að gera hundruð mis­munandi rann­sókna úr einu blóð­dropa.

Á tíma­bili var markaðs­virði Thera­nos metið á 9 milljarða dollara eða ríf­lega 1.200 milljarða króna.

Meðal fjár­festa var lyfja­verslunar­risinn Wal­greens, fjöl­miðla­jöfurinn Rupert Mur­doch, og Larry Elli­s­on, með­stofnandi tölvu­tæknirisans Orac­le.

Í stjórn fé­lagsins áttu meðal annars sæti Jim Mattis, sitjandi varnar­mála­ráð­herra banda­ríkjanna, og Henry Kissin­ger og Geor­ge Schultz, fyrr­verandi utan­ríkis­ráð­herrar, auk hins þekkta lög­fræðings David Boies.

Síðar kom í ljós að fyrir­tækið var byggt á sandi. Hol­mes sökuð og síðar sak­felld fyrir að hafa blekkt fjár­festa og vís­vitandi logið til um á­reiðan­leika rannsókna, sem hafði skilaði villu­kenndum niður­stöðum og lagt sjúk­linga í hættu.