Útgerðarfélagið Brim hagnaðist um tæplega eina milljón evra á öðrum ársfjórðungi ársins 2024, sem nemur um 150 milljónum króna, samanborið við 10,4 milljón evra hagnað á sama fjórðungi árið áður.
Hagnaður fyrstu sex mánuði ársins nam 5,5 milljónum evra samanborið við rúmlega 29 milljón evra hagnað á sama tímabili árið áður.
Nam vörusala 79,7 milljónum evra á öðrum ársfjórðungi, sem nemur tæpum tólf milljörðum króna, og dróst saman um fjórðung milli ára. Tekjur fyrstu sex mánuði ársins námu 174,2 milljónum evra samanborið við rúmlega 222 milljón evra sölu árið áður.
Útgerðarfélagið Brim hagnaðist um tæplega eina milljón evra á öðrum ársfjórðungi ársins 2024, sem nemur um 150 milljónum króna, samanborið við 10,4 milljón evra hagnað á sama fjórðungi árið áður.
Hagnaður fyrstu sex mánuði ársins nam 5,5 milljónum evra samanborið við rúmlega 29 milljón evra hagnað á sama tímabili árið áður.
Nam vörusala 79,7 milljónum evra á öðrum ársfjórðungi, sem nemur tæpum tólf milljörðum króna, og dróst saman um fjórðung milli ára. Tekjur fyrstu sex mánuði ársins námu 174,2 milljónum evra samanborið við rúmlega 222 milljón evra sölu árið áður.
Í uppgjörinu kemur fram að lækkun vörusölu milli ára megi rekja til þess að engin loðnuvertíð hafi verið á árinu 2024.
„Uppgjörið núna er dæmigert fyrir uppgjör á loðnuleysisári. Engin loðna veiddist á árinu og það tekur í hjá okkur því hún vegur þungt í okkar rekstri,“ er haft eftir Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra Brims.
Guðmundur bætir við að ýmislegur aukinn kostnaður hafi haft áhrif á afkomuna.
„Við veiddum meira af botnfiski á öðrum hluta þessa árs en á sama tíma í fyrra og tekjur af sölu hans jukust dálítið. Á móti komu verulegar kostnaðarhækkanir, bæði á aðföngum, launum, veiðigjöldum og kostnaði vegna brennslu á olíu í staðinn fyrir notkun á rafmagni. Og til viðbótar voru veiðiheimildir í mikilvægum fisktegundum fyrir okkur í Brimi skornar niður.
Þegar allt þetta kemur saman er afkoman á fyrri hluta ársins ekki góð. Við sem höfum starfað í sjávarútvegi í áratugi vitum að það skiptast á skin og skúrir en rekstur og efnahagsreikningur Brims er traustur og það verður að haga seglum eftir vindi.“