Dagsloka­gengi Icelandair var 0,87 krónur eftir um 2% lækkun í við­skiptum dagsins. Mun það vera lægsta gengi í sögu fé­lagsins en dagsloka­gengi Icelandair hefur einu sinni verið 0,87 krónur en það var í miðjum far­aldri í októ­ber 2020.

Skömmu fyrir kórónu­veirufar­aldurinn stóð gengi flug­fé­lagsins í 8,820 krónum og hefur gengið lækkað um 90% síðan þá.

Icelandair birti árs­upp­gjör í byrjun febrúar en fé­lagið skilaði hagnaði í fyrra í fyrsta sinn í sex ár. Icelandair hagnaðist um 1,5 milljarða króna eftir skatta á árinu 2023, saman­borið við 800 milljóna króna tap árið áður.

Dagsloka­gengi Icelandair var 0,87 krónur eftir um 2% lækkun í við­skiptum dagsins. Mun það vera lægsta gengi í sögu fé­lagsins en dagsloka­gengi Icelandair hefur einu sinni verið 0,87 krónur en það var í miðjum far­aldri í októ­ber 2020.

Skömmu fyrir kórónu­veirufar­aldurinn stóð gengi flug­fé­lagsins í 8,820 krónum og hefur gengið lækkað um 90% síðan þá.

Icelandair birti árs­upp­gjör í byrjun febrúar en fé­lagið skilaði hagnaði í fyrra í fyrsta sinn í sex ár. Icelandair hagnaðist um 1,5 milljarða króna eftir skatta á árinu 2023, saman­borið við 800 milljóna króna tap árið áður.

Gengi flug­fé­lagsins féll um 7% í fyrstu við­skiptum eftir upp­gjörið en þrátt fyrir á­gætis lausa­fjár­stöðu er fé­lagið tölu­vert skuld­sett.

Í lok apríl fór gengi Icelandair undir 1 krónu og þar með undir út­boðs­gengið í hluta­fjár­út­boði Icelandair í septem­ber 2020 þar sem flug­fé­lagið sam­þykkti boð upp á 30 milljarða króna.

Líkt og þekkt er var mikil þátt­taka meðal al­mennings í um­ræddu út­boði og marg­faldaðist fjöldi hlut­hafa Icelandair að því loknu

Um 29% lækkun hjá Amaroq síðan í mars

Hluta­bréfa­verð málm­leitar­fé­lagsins Amaroq Minerals hefur lækkað um 14% síðast­liðinn mánuð.

Dagsloka­gengi fé­lagsins fór í sitt hæsta gildi í byrjun mars og stóð í 150,5 krónum og hefur gengið lækkað um 29% síðan þá en dagsloka­gengi fé­lagsins var 106,5 krónur eftir við­skipti dagsins.

Amaroq sótti sér sótti 44 milljónir punda eða um 7,6 milljarða ís­lenskra króna í hluta­fjár­aukningu í febrúar og námu nýju hlutirnir um 19% af öllu út­gefnu hluta­fé fé­lagsins.

Í árs­upp­gjöri fé­lagsins í mars sagði Eldur Ólafs­son, for­stjóri Amaroq Minerals, fé­lagið vel fjár­magnað og að fram­kvæmda­á­ætlun miði nú að því að auka vinnslu­getu námunnar í Nalunaq í 300 tonn á dag.

Hluta­bréfa­verð Sýnar tók við sér í dag og hækkaði gengi fé­lagsins um tæp 4%.

Sýn sendi frá kaup­hallar­til­kynningu eftir lokun markaða í gær um að Hexa­tronic Group hefur undir­ritað vilja­yfir­lýsingu um að kaupa hluta af Endor, sem er í eigu Sýnar og starfar m.a. á sviði þjónustu við gagna­ver.

Sýn keypti ís­lenska upp­lýsinga­tækni­fyrir­tækið Endor, sem sér um að reka og stýra ofur­tölvum og tengdum þjónustum í Sví­þjóð, Noregi, Þýska­landi og víðar, árið 2019.

Úr­vals­vísi­talan OMXI15 lækkaði um 0,52% og var heildar­velta á markaði 2 milljarðar.