Heims­markaðs­verð á olíu hélt á­fram að hækka í morgun og fór tunnan af Brent-hrá­olíu yfir 80 Banda­ríkja­dali eftir um 0,75% hækkun.

Um er að ræða fimmta við­skipta­daginn í röð sem olíu­verð hækkar en það hefur ekki gerst síðan í febrúar.

Brent-hrá­olía er notuð í mikið af unnu elds­neyti og er aðal­við­miðunar­verðið. Hærra elds­neytis­verð hefur ekki bara á­hrif á flug­fé­lögin og bensín­verð við dæluna heldur getur það haft nei­kvæð á­hrif á verð­bólguna.

Elds­neyti kemur með ýmsum hætti inn í verð­mælingu Hag­stofunnar, s.s. í formi flug­far­gjalda eða með á­hrifum á inn­flutnings­verð­lag.

Heims­markaðs­verð á olíu hélt á­fram að hækka í morgun og fór tunnan af Brent-hrá­olíu yfir 80 Banda­ríkja­dali eftir um 0,75% hækkun.

Um er að ræða fimmta við­skipta­daginn í röð sem olíu­verð hækkar en það hefur ekki gerst síðan í febrúar.

Brent-hrá­olía er notuð í mikið af unnu elds­neyti og er aðal­við­miðunar­verðið. Hærra elds­neytis­verð hefur ekki bara á­hrif á flug­fé­lögin og bensín­verð við dæluna heldur getur það haft nei­kvæð á­hrif á verð­bólguna.

Elds­neyti kemur með ýmsum hætti inn í verð­mælingu Hag­stofunnar, s.s. í formi flug­far­gjalda eða með á­hrifum á inn­flutnings­verð­lag.

Ri­car­do Evangelista, miðlari á hrá­vöru­markaði hjá Acti­vTra­des, segir að átök í Mið-Austur­löndum séu að þrýsta olíu­verðinu upp sam­hliða dvínandi á­hyggjum af efna­hagi Banda­ríkjanna.

„Það eru bæði fram­leiðslu- og eftir­spurnar­þættir sem eru að hafa á­hrif. Já­kvæðni í garð efna­hags Banda­ríkjanna er að aukast sam­hliða auknum ótta á að Íran og Ísrael fari í stríð,“ segir Evangelista í sam­tali við við­skipta­blað The Guar­dian.

Í gær­kvöldi greindi Lloyd Austin varnar­mála­ráð­herra Banda­ríkjanna frá því að Banda­ríkja­her hefði sent flug­móður­skipið USS Abra­ham Lincoln, sem ber meðal annars F-35 her­þotur, til Mið-Austur­landa vegna á­takanna milli Írans og Ísrael.