Heimsmarkaðsverð á olíu hélt áfram að hækka í morgun og fór tunnan af Brent-hráolíu yfir 80 Bandaríkjadali eftir um 0,75% hækkun.
Um er að ræða fimmta viðskiptadaginn í röð sem olíuverð hækkar en það hefur ekki gerst síðan í febrúar.
Brent-hráolía er notuð í mikið af unnu eldsneyti og er aðalviðmiðunarverðið. Hærra eldsneytisverð hefur ekki bara áhrif á flugfélögin og bensínverð við dæluna heldur getur það haft neikvæð áhrif á verðbólguna.
Eldsneyti kemur með ýmsum hætti inn í verðmælingu Hagstofunnar, s.s. í formi flugfargjalda eða með áhrifum á innflutningsverðlag.
Heimsmarkaðsverð á olíu hélt áfram að hækka í morgun og fór tunnan af Brent-hráolíu yfir 80 Bandaríkjadali eftir um 0,75% hækkun.
Um er að ræða fimmta viðskiptadaginn í röð sem olíuverð hækkar en það hefur ekki gerst síðan í febrúar.
Brent-hráolía er notuð í mikið af unnu eldsneyti og er aðalviðmiðunarverðið. Hærra eldsneytisverð hefur ekki bara áhrif á flugfélögin og bensínverð við dæluna heldur getur það haft neikvæð áhrif á verðbólguna.
Eldsneyti kemur með ýmsum hætti inn í verðmælingu Hagstofunnar, s.s. í formi flugfargjalda eða með áhrifum á innflutningsverðlag.
Ricardo Evangelista, miðlari á hrávörumarkaði hjá ActivTrades, segir að átök í Mið-Austurlöndum séu að þrýsta olíuverðinu upp samhliða dvínandi áhyggjum af efnahagi Bandaríkjanna.
„Það eru bæði framleiðslu- og eftirspurnarþættir sem eru að hafa áhrif. Jákvæðni í garð efnahags Bandaríkjanna er að aukast samhliða auknum ótta á að Íran og Ísrael fari í stríð,“ segir Evangelista í samtali við viðskiptablað The Guardian.
Í gærkvöldi greindi Lloyd Austin varnarmálaráðherra Bandaríkjanna frá því að Bandaríkjaher hefði sent flugmóðurskipið USS Abraham Lincoln, sem ber meðal annars F-35 herþotur, til Mið-Austurlanda vegna átakanna milli Írans og Ísrael.