Rautt er um að litast í Kauphöllinni í dag og hafa öll félög lækkað það sem af er degi. Origo hefur lækkað mest, eða um 6,5%, þar á eftir SKEL um 4,8% og Icelandair um 4,4%.

Mest velta hefur verið með bréf í Arion og Íslandsbanka.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 2,5% það sem af er degi og frá áramótum hefur hún lækkað um rúmlega 19%.

Lækkanir í Kauphöllinni eru í takt við lækkanir víða erlendis, til dæmis hefur evrópska vísitalan STOXX 600 lækkað um 2% í dag.