Sævar Þór Jónsson, lögmaður Gunnars majónes, segir í samtali við Viðskiptablaðið að erlendir aðilar hafi sett sig í samband við sig vegna áhuga um kaup á fyrirtækinu Gunnars ehf.
Hann getur ekki greint frá því hver aðilinn er þar sem málið er á frumstigi en segir að fyrirtækið sé evrópskt, sérhæfi sig í matvælaframleiðslu og sé með tengsl víðs vegar í álfunni.
Sævar Þór Jónsson, lögmaður Gunnars majónes, segir í samtali við Viðskiptablaðið að erlendir aðilar hafi sett sig í samband við sig vegna áhuga um kaup á fyrirtækinu Gunnars ehf.
Hann getur ekki greint frá því hver aðilinn er þar sem málið er á frumstigi en segir að fyrirtækið sé evrópskt, sérhæfi sig í matvælaframleiðslu og sé með tengsl víðs vegar í álfunni.
„Það hafði erlendur aðili samband við okkur um kaup á Gunnars majónesi í síðustu viku,” segir Sævar, en fyrirtækið hefur verið í söluferli í nokkur ár.
Fyrirhuguð sala á Gunnars var talsvert í umræðunni í fyrra en Kaupfélag Skagfirðinga náði samkomulagi um kaup á majónesframleiðandanum árið 2022. Samkeppniseftirlitið ógilti hins vegar viðskiptin í byrjun síðasta árs og bar fyrir sig að með kaupum KS á Gunnars hefðu runnið saman tveir af stærstu framleiðendum á majónesi og köldum sósum á Íslandi.
Í kjölfarið var tilkynnt um að Myllan-Ora ehf. hefði náð samkomulagi um kaup á Gunnars majónes en að lokum var fallið frá þeim áformum.
„Að mínu mati er Gunnars majónes eitt af þekktustu vörumerkjum Íslands, þannig það hefði verið farsælast ef einhver íslenskur aðili ætti það, en þetta er víst opinn markaður.“
Sævar Þór bætir við að erlenda fyrirtækið sé að senda menn á vegum þess til landsins í næstu eða þarnæstu viku í tengslum við fyrirhuguðu kaupin.