Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslunnar segir útreikninga og og utanumhald tilboðsbókarinnar í tilboðssölu Íslandsbanka í vor ekki hafa verið á borði sinnar stofnunar.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar fór ófögrum orðum um og benti á fjölmarga vankanta við Excel-skjal sem átti að vera það gagn sem stuðst hafi verið við við ákvörðun leiðbeinandi lokaverðs, en reyndist svo hafa verið bráðabirgðagagn sem leiðrétt var áður en ákvörðunin var tekin.

Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslunnar segir útreikninga og og utanumhald tilboðsbókarinnar í tilboðssölu Íslandsbanka í vor ekki hafa verið á borði sinnar stofnunar.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar fór ófögrum orðum um og benti á fjölmarga vankanta við Excel-skjal sem átti að vera það gagn sem stuðst hafi verið við við ákvörðun leiðbeinandi lokaverðs, en reyndist svo hafa verið bráðabirgðagagn sem leiðrétt var áður en ákvörðunin var tekin.

„Það var alfarið á forræði Íslandsbanka að safna þessu enda umsjónaraðilanna að sjá um þetta. Við bara treystum þeim fyrir þessu enda getum við ekkert verið að skipta okkur af því. Þeir hafa viðskiptasamböndin, þeir flokka fjárfestana, þeim ber að safna áskriftum og við þurfum bara að leggja það í þeirra hendur.“

Vísar fullyrðingum um þekkingarleysi til föðurhúsanna

„Þeir eru alltaf að níðast á Íslandsbanka, tala um reynsluleysi innlendra aðila, en svo tala þeir ekkert við JPMorgan og Citi?“ segir Jón Gunnar forviða.

„Hvaða reynslu hefur Ríkisendurskoðun í þessu? Enga. Ef einhvers staðar er þekkingarleysi í þessu ferli þá er það hjá Ríkisendurskoðun.“

Nánar er rætt við Jón Gunnar í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.