Þóra Björk Þórsdóttir var í heimsreisu með vinkonu sinni þegar hún kynntist fyrst eyrnatöppunum frá Sanohra. Hún hafði alltaf fengið mikla hellu í flugi en rakst á auglýsingu inni á klósetti flugvallarins í Sydney og fór rakleiðis í næsta apótek til að kanna málið.
Vinkona Þóru var þó efins um það hvort tapparnir myndu virka en Þóra ákvað að prufa þá þar sem hún vildi síður glíma við hellu tveimur dögum fyrir jól.
Þóra Björk Þórsdóttir var í heimsreisu með vinkonu sinni þegar hún kynntist fyrst eyrnatöppunum frá Sanohra. Hún hafði alltaf fengið mikla hellu í flugi en rakst á auglýsingu inni á klósetti flugvallarins í Sydney og fór rakleiðis í næsta apótek til að kanna málið.
Vinkona Þóru var þó efins um það hvort tapparnir myndu virka en Þóra ákvað að prufa þá þar sem hún vildi síður glíma við hellu tveimur dögum fyrir jól.
„Ég keypti tappana og notaði þá samviskusamlega eftir að hafa lesið leiðbeiningarnar. Þegar vélin lenti ætlaði ég ekki að trúa því hversu vel mér leið. Ég gat heyrt í Heklu vinkonu minni og fór svo í næsta flug klukkutíma seinna og fann ekki fyrir neinu þá heldur.“
Þóra var spennt að segja öllum heima frá reynslu sinni en komst fljótlega að því að tapparnir voru ekki fáanlegir á Íslandi. Hún segir að móðir hennar hafi reynt að finna tappa sem voru svipaðir en að ekkert sambærilegt hafi verið til.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.