Bakkastakkur, fjárfestingafélag í eigu Íslandsbanka og lífeyrissjóða, mun lengja í láni og gefa eftir af vöxtum til PCC á Bakka samkvæmt samkomulagi sem gert var um fjármögnun félagsins. Þá hafa margir hluthafanna hafa fært niður mat sitt á verðmæti 2,4 milljarða króna hlutafjár þeirra í PCC samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.
Ganga á frá fjármögnunarsamningi á næstu vikum en ráðgert er að þýska móðurfélagið PCC SE, sem á 86,5% í kísilverinu á móti 13,5% hlut Bakkastakks, muni leggja fram um fimm milljarða króna í reksturinn. Þá kann deila um framkvæmdakostnað kísilversins vera á leiðinni fyrir gerðardóm, en bygging kísilversins kostaði alls um 37 milljarða króna. PCC krefst tafabóka en SMS Siemag, sem byggði kísilverið hefur gert mótkröfu upp á 44 milljónir evra, um sex milljarða króna.
Bakkastakkur lagði fram 2,4 milljarða króna í hlutafé og veitti PCC 62,5 milljóna dollara víkjandi breytanlegt skuldabréfalán, andvirði um átta milljarða króna árið 2015. Lánið var bókfært á 9,5 milljarða króna í árslok 2018 eftir að áföllnum vöxtum hafði verið bætt við lánið sem hingað til hefur borið 8,5% vexti.
N ánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift h ér .