Festi hefur ákveðið að hætta að nýta hlutabótaleið stjórnvalda og mun starfshlutfall þeirra starfsmanna sem settir voru á hlutabætur vera hækkað upp í 100% á ný. Greint er frá þessu í fréttatilkynningu frá félaginu.

Undanfarna daga hafa stórfyrirtæki sem nýtt hafa hlutabótaleið stjórnvalda verið harðlega gagnrýnd og bætist Festi nú í hóp Skeljungs, sem greindi frá því í gær að félagið hefði ákveðið að hætta við að nýta hlutabótaleiðina.

Í tilkynningunni, sem undirrituð er af Eggerti Þór Kristóferssyni, forstjóra Festi, er farið yfir ástæður þess að fallið hafi verið frá fyrri ákvörðunum um nýtingu hlutabótaleiðarinnar. Tilkynninguna má sjá í heild hér að neðan:

Eins og komið hefur fram í fréttum hafa tvö dótturfélög FESTI hf. nýtt hlutabótaleið stjórnvalda gagnvart litlum hluta starfsmanna sinna. Ákvörðunin var tekin þegar fyrirtækin stóðu frammi fyrir mikilli rekstraróvissu.

Verslanir ELKO í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem og nokkrar þjónustustöðvar N1 urðu fyrir algjöru eða miklu tekjutapi og verulegum takmörkunum á starfsemi vegna áhrifa af COVID-19 og samkomubanns stjórnvalda. Hlutabótaleiðin var nýtt að hvatningu stjórnvalda í stað þess að grípa til uppsagna og vernda þannig ráðningarsamband við starfsfólk, enda er okkur umhugað um að vernda störf og halda því góða starfsfólki sem hjá okkur starfar.

Ákvörðunin var tekin með góðum hug og hvarflaði það ekki að okkur að hún myndi orka tvímælis enda fór fyrirtækið í einu og öllu að tilmælum stjórnvalda.

Festi vill árétta að síðan hlutabótaleiðin var kynnt sem úræði stjórnavalda að þá hefur félagið ekki greitt út arð eða keypt eigin hlutabréf.

Festi er stórt fyrirtæki sem hefur skýra stefnu um samfélagslega ábyrgð og ber mikla umhyggju fyrir samfélaginu í heild. Það eru einkennilegir tímar sem við lifum núna og margt óvænt sem kemur upp í daglegum rekstri sem við lærum af. Festi hefur ákveðið frá og með deginum í dag að nýta ekki hlutabótaleiðina.

Eggert Þór Kristófersson

Festi hefur ákveðið að hætta að nýta hlutabótaleið stjórnvalda og mun starfshlutfall þeirra starfsmanna sem settir voru á hlutabætur vera hækkað upp í 100% á ný. Greint er frá þessu í fréttatilkynningu frá félaginu.

Undanfarna daga hafa stórfyrirtæki sem nýtt hafa hlutabótaleið stjórnvalda verið harðlega gagnrýnd og bætist Festi nú í hóp Skeljungs, sem greindi frá því í gær að félagið hefði ákveðið að hætta við að nýta hlutabótaleiðina.

Í tilkynningunni, sem undirrituð er af Eggerti Þór Kristóferssyni, forstjóra Festi, er farið yfir ástæður þess að fallið hafi verið frá fyrri ákvörðunum um nýtingu hlutabótaleiðarinnar. Tilkynninguna má sjá í heild hér að neðan:

Eins og komið hefur fram í fréttum hafa tvö dótturfélög FESTI hf. nýtt hlutabótaleið stjórnvalda gagnvart litlum hluta starfsmanna sinna. Ákvörðunin var tekin þegar fyrirtækin stóðu frammi fyrir mikilli rekstraróvissu.

Verslanir ELKO í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem og nokkrar þjónustustöðvar N1 urðu fyrir algjöru eða miklu tekjutapi og verulegum takmörkunum á starfsemi vegna áhrifa af COVID-19 og samkomubanns stjórnvalda. Hlutabótaleiðin var nýtt að hvatningu stjórnvalda í stað þess að grípa til uppsagna og vernda þannig ráðningarsamband við starfsfólk, enda er okkur umhugað um að vernda störf og halda því góða starfsfólki sem hjá okkur starfar.

Ákvörðunin var tekin með góðum hug og hvarflaði það ekki að okkur að hún myndi orka tvímælis enda fór fyrirtækið í einu og öllu að tilmælum stjórnvalda.

Festi vill árétta að síðan hlutabótaleiðin var kynnt sem úræði stjórnavalda að þá hefur félagið ekki greitt út arð eða keypt eigin hlutabréf.

Festi er stórt fyrirtæki sem hefur skýra stefnu um samfélagslega ábyrgð og ber mikla umhyggju fyrir samfélaginu í heild. Það eru einkennilegir tímar sem við lifum núna og margt óvænt sem kemur upp í daglegum rekstri sem við lærum af. Festi hefur ákveðið frá og með deginum í dag að nýta ekki hlutabótaleiðina.

Eggert Þór Kristófersson