Stafræna markaðsfyrirtækið S4 Capital hefur sagt upp 500 starfsmönnum og hafa hlutabréf fyrirtækisins lækkað um tæp 25%. Fyrirtækið var stofnað árið 2018 af Sir Martin Sorrell eftir að hafa yfirgefið auglýsingastofuna WPP.

S4 Capital sérhæfir sig í tæknilegum viðskiptum og komu rúmlega 50% af öllum viðskiptavinum fyrirtækisins á síðasta ári úr tæknigeiranum.

„Við höfum átt misgóðan fyrri helming á þessum ári og hefur það endurspeglað krefjandi alþjóðlegar aðstæður og leiðandi ótta við samdrátt. Það hefur leitt til þess að viðskiptavinir okkar voru mun varkárari við að skuldbinda sig við stærri verkefni,“ segir Martin.

Fyrirtækið segir að það hafi fækkað starfsfólki sínu niður í 8.550 í lok júní samanborið við 9.041 á sama tíma í fyrra. S4, sem sérhæfir sig í að framleiða auglýsingarherferðir fyrir viðskiptavini, hefur séð hagnað sinn dragast saman um rúmlega 70% á einu ári.

Russ Mould, fjárfestingarstjóri AJ Bell, segir auglýsingaskrifstofur vera upp á náð og miskunn hagkerfisins. „Stafræna auglýsingastofa Martin Sorrell þjáist um þessar mundir af lágri virkni viðskiptavina. Fyrirtæki hafa nú áhyggjur af samdrætti svo þeir eru hikandi við að skrifa undir stórar auglýsingaherferðir.“