Rachel Reeves, fjármálaráðherra Bretlands, hefur tilkynnt fleiri milljarða punda fjárfestingaráætlun sem mun renna til samgönguinnviða í Englandi. Á vef BBC segir að fjármagnið verði notað í sporvanga, lestar- og strætisvagnasamgöngur.

Tilkynningin kemur viku á undan endurskoðun bresku ríkisstjórnarinnar þar sem yfirvöld munu ákveða hversu miklum fjárhæðum verður eytt á næstu þremur til fjórum árum.

Reeves hefur verið undir miklum þrýstingi frá þingmönnum Verkamannaflokksins eftir gagnrýni í tengslum við efnahagslægð í landinu og skerðingar á bótum til öryrkja og annarra.

Samkvæmt áætlun ráðherrans mun sporvagnakerfi Manchester meðal annars fá 2,5 milljarða punda til að lengja leiðarkerfi sitt til Stockport. West Midlands-svæðið mun jafnframt fá 2,4 milljarða punda til að lengja sitt kerfi frá miðborg Birmingham til nýs íþróttahverfis.