Fyrirtækið Leviosa, sem þróað hefur hugbúnað til hagræðingar inni á heilbrigðisstofnunum, hefur nýlokið 100 milljóna króna fjármögnun. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa ennfremur undirritað samstarfssamning við Landspítalann um prófun á búnaðinum. Stefnt er á erlenda markaði í lok næsta árs.

Fjárfestarnir sem komu með 100 milljónir króna í Leviosa eru innlendir að sögn Matthíasar Leifssonar hagfræðings, sem stofnaði fyrirtækið með Davíð Þórissyni lækni fyrir þremur árum. „Þetta eru bæði hefðbundnir fjárfestar og fjárfestar sem hafa reynslu af heilbrigðisgeiranum,“ segir Matthías en Leviosa vinnur að tæknilausn, sem ætlað er að draga úr þeim tíma sem heilbrigðisstarfsfólk eyðir við skráningu upplýsinga í tölvukerfi. Fyrr árinu fékk Leviosa 50 milljóna króna styrk frá Tækniþróunarsjóði.

Semja við Landspítalann

Forsvarsmenn Leviosa skrifuðu nýlega undir samstarfssamning við Landspítalann.

„Þessi samningur hefur mikla þýðingu fyrir okkur en hann hefur verið nokkurn tíma í bígerð. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, er mjög áhugasamur enda þekkir hann vel skráningarferlið inni á spítalanum og hefur skrifað handbækur um það. Markmiðið núna er að koma Leviosa skráningarforritinu í prófanir hjá Landspítalanum og reyndar líka Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Við bindum miklar vonir við prófanirnar.

Við erum einnig að hefja vinnu við heildstætt sjúkraskráningarforrit fyrir minni stofnanir og heilbrigðisfyrirtæki og erum í samstarfi með Klíníkinni í Ármúla í tengslum við það.“

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun sem birtist í Viðskiptablaðinu í morgun.

Fyrirtækið Leviosa, sem þróað hefur hugbúnað til hagræðingar inni á heilbrigðisstofnunum, hefur nýlokið 100 milljóna króna fjármögnun. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa ennfremur undirritað samstarfssamning við Landspítalann um prófun á búnaðinum. Stefnt er á erlenda markaði í lok næsta árs.

Fjárfestarnir sem komu með 100 milljónir króna í Leviosa eru innlendir að sögn Matthíasar Leifssonar hagfræðings, sem stofnaði fyrirtækið með Davíð Þórissyni lækni fyrir þremur árum. „Þetta eru bæði hefðbundnir fjárfestar og fjárfestar sem hafa reynslu af heilbrigðisgeiranum,“ segir Matthías en Leviosa vinnur að tæknilausn, sem ætlað er að draga úr þeim tíma sem heilbrigðisstarfsfólk eyðir við skráningu upplýsinga í tölvukerfi. Fyrr árinu fékk Leviosa 50 milljóna króna styrk frá Tækniþróunarsjóði.

Semja við Landspítalann

Forsvarsmenn Leviosa skrifuðu nýlega undir samstarfssamning við Landspítalann.

„Þessi samningur hefur mikla þýðingu fyrir okkur en hann hefur verið nokkurn tíma í bígerð. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, er mjög áhugasamur enda þekkir hann vel skráningarferlið inni á spítalanum og hefur skrifað handbækur um það. Markmiðið núna er að koma Leviosa skráningarforritinu í prófanir hjá Landspítalanum og reyndar líka Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Við bindum miklar vonir við prófanirnar.

Við erum einnig að hefja vinnu við heildstætt sjúkraskráningarforrit fyrir minni stofnanir og heilbrigðisfyrirtæki og erum í samstarfi með Klíníkinni í Ármúla í tengslum við það.“

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun sem birtist í Viðskiptablaðinu í morgun.