Danski hlutabréfafjárfestirinn Christian Klarskov hefur átt góðu gengi að fagna síðastliðin ár en samkvæmt Børsen hafa fjárfestingar Klarskov skilað um 800% ávöxtun frá árinu 2019.
Í viðtali við danska viðskiptamiðilinn fer Klarskov yfir fjárfestingarferilinn en þar segir hann að danska líftæknifyrirtækið Genmab hafi verið hans besta fjárfesting til þessa.
Áður en Klarskov fór að fjárfesta á eigin spýtur var hann sjóðstjóri hjá Nordea Bank en þar sýndi kollegi hans honum niðurstöður fyrsta stigs rannsókna hjá Genmab árið 2012 fyrir lyf sem í dag heitir Darzalex.
Danski hlutabréfafjárfestirinn Christian Klarskov hefur átt góðu gengi að fagna síðastliðin ár en samkvæmt Børsen hafa fjárfestingar Klarskov skilað um 800% ávöxtun frá árinu 2019.
Í viðtali við danska viðskiptamiðilinn fer Klarskov yfir fjárfestingarferilinn en þar segir hann að danska líftæknifyrirtækið Genmab hafi verið hans besta fjárfesting til þessa.
Áður en Klarskov fór að fjárfesta á eigin spýtur var hann sjóðstjóri hjá Nordea Bank en þar sýndi kollegi hans honum niðurstöður fyrsta stigs rannsókna hjá Genmab árið 2012 fyrir lyf sem í dag heitir Darzalex.
„Ég gat því miður ekki fjárfest mikið sjálfur meðan ég vann hjá Noreda en um leið og ég sagði upp störfum keypti ég helling af bréfum í Genmab,“ segir Klarskov í samtali við Børsen.
Klarskov keypti í Genmab á genginu 71 danskar krónur og seldi þegar gengið var komið í yfir 2000 danskar krónur sem samsvarar um 2717% ávöxtun.
Hann segist þó hafa séð eftir því að hafa selt á þeim tímapunkti þar sem gengið rauk skömmu síðar í 3000 danskar krónur.
„Ég var smá ósáttur með sjálfan mig þar,“ segir Klarskov en hann er þó þakklátur fyrir að eiga ekki í félaginu í dag sem glímir við þó nokkrar áskoranir um þessar mundir að hans sögn. Dagslokagengi Genmab í gær var 1.796 danskar krónur.
Klarskov segir þó að sín allra versta fjárfesting hafi verið í fasteignafélaginu Sjælsø um svipað leyti en hann var þó fullmeðvitaður um að fasteignafélagið væri í töluverðum vandræðum þegar hann keypti í félaginu.
„Þetta var fjórum árum eftir efnahagshrunið og ég var að vonast eftir því að félagið myndi lifa af en að lokum hættu bankar við að gefa þeim meiri lán og félagið fór á hausinn,“ segir Klarskov.
Hann segir að þrátt fyrir að hann væri meðvitaður um að félagið gæti orðið gjaldþrota er Sjælsø ágætis áminning um að þú getir tapað öllu í hlutabréfaviðskiptum.
„Ég fæ áminningu um þetta félag á hverju ári þegar ég geri skattskýrsluna mína því ég þarf enn að merkja virði bréfanna í 0%.“
Hægt er að hlusta á viðtal Børsen við Klarskov hér að neðan.