Fjöl­margir á­hættu­fjár­festar vestan­hafs þurftu að bók­færa veru­legt tap þegar mat­vöru­heims­endingar­fyrir­tækið Insta­cart var skráð markað í vikunni.

Insta­cart hóf al­mennt frumút­boð í að­draganda skráningar á Nas­daq-hluta­bréfa­markaðinn vestan­hafs síðast­liðinn mánu­dag, en bréf fé­lagsins verða tekin til við­skipta í vikunni.

Félagið leitaðist eftir 600 milljónum dala fyrir 22 milljónir hluta sem stóð til að selja genginu 26 til 28 Banda­ríkja­dalir á hlut. Útboðsgengið var hækkað skömmu fyrir útboðið í 28 til 30 dali.

Verð­mat fé­lagsins samkvæmt út­boðinu er um 10 milljarðar dala, en það er veru­legur sam­dráttur frá þeim tæpu 40 milljörðum dala sem það var metið á í fjár­mögnunar­lotu árið 2021.

Fjárfestar bókfæra verulegt tap

Sam­kvæmt The Wall Street Journal tóku stórir á­hættu­sæknir fjár­festinga­sjóðir þátt í síðustu þremur fjár­mögnunar­lotum fyrir­tækisins er fé­lagið sótti um 1 milljarð banda­ríkja­dala.

Fjár­festinga­fé­lagið T. Rowe. Price fjár­festi meðal annars í Insta­Cart fyrir 86 milljónir Banda­ríkja­dala árið 2020 en á­ætla má að virði hlutarins lækki um 40% í næstu viku, miðað við út­boðs­gengið.

Fjár­festinga­sjóðurinn DTS Global, sem er þekktastur fyrir að vera einn af fyrstu fjár­festum Face­book, setti 75 milljónir dala í Insta­cart árið 2020. General Cata­lyst fjár­festi einnig í fyrir­tækinu fyrir 50 milljónir dala um svipað leyti en fjár­festing fé­laganna mun að öllum líkindum lækka um 35% í vikunni.

Nasdaq-vísitalan vænlegri kostur

Allir fjár­festar sem tóku þátt í fjár­mögnunar­lotum Insta­cart frá árinu 2015 hefðu hagnast meira á því að fjár­festa í Nas­daq vísi­tölunni á sama tíma og selja í síðustu viku.

Að mati WSJ sýnir þetta nýjan veru­leika á markaði í dag.

Fjár­festar sem helltu milljörðum dala inn í „lengra komin” sprota­fyrir­tæki á co­vid-árunum, þegar fjár­magn var auð­fengið, séu lík­lega að fara að bók­færa mikið tap á næstu árum þegar fyrir­tækin fari á markað.