Á nýliðnum mánuðum hafa verið teknar vitnaskýrslur af starfsmönnum Glitnis sem komu að lánveitingum og fyrirgreiðslum í málum er varða viðskipti Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur og Guðmundar Arnar Þórðarsonar með Skeljung fyrir um áratug síðan. Fjölgað hefur í hópi þeirra sem hafa réttarstöðu grunaðs í málinu.

„Ég get staðfest að það hafa átt sér stað yfirheyrslur vegna málsins á síðustu vikum. Málið er ekki komið úr rannsókn en rannsóknin er nokkuð vel á veg komin,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Viðskiptablaðið.

Spurður um það hvort breyting hafi orðið á fjölda einstaklinga með réttarstöðu grunaðs manns svarar Ólafur því að sá hópur telji nú sex. Ekki sé hins vegar unnt að gefa upp á þessum tímapunkti samsetningu þess hóps. Fyrir tveimur árum höfðu fimm réttarstöðu grunaðs í málinu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .

Á nýliðnum mánuðum hafa verið teknar vitnaskýrslur af starfsmönnum Glitnis sem komu að lánveitingum og fyrirgreiðslum í málum er varða viðskipti Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur og Guðmundar Arnar Þórðarsonar með Skeljung fyrir um áratug síðan. Fjölgað hefur í hópi þeirra sem hafa réttarstöðu grunaðs í málinu.

„Ég get staðfest að það hafa átt sér stað yfirheyrslur vegna málsins á síðustu vikum. Málið er ekki komið úr rannsókn en rannsóknin er nokkuð vel á veg komin,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Viðskiptablaðið.

Spurður um það hvort breyting hafi orðið á fjölda einstaklinga með réttarstöðu grunaðs manns svarar Ólafur því að sá hópur telji nú sex. Ekki sé hins vegar unnt að gefa upp á þessum tímapunkti samsetningu þess hóps. Fyrir tveimur árum höfðu fimm réttarstöðu grunaðs í málinu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .