Fjórum starfs­mönnum hjá Ríkis­kaupum var sagt upp störfum fyrir helgi en auk for­stjóra vinna 22 hjá stofnuninni. Mun það því vera um 18% starfs­manna sem var sagt upp störfum í lok síðustu viku.

Í svörum Ríkis­kaupa við fyrir­spurn Við­skipta­blaðsins um málið segir að upp­sagnirnar séu til­komnar vegna rekstrar­legra á­stæðna.

Stofnunin vísar í 2. mgr. 38. gr. um réttindi og skyldur starfs­manna ríkisins í svörum sínum en þar segir að for­stöðu­maður ríkis­stofnunar beri og á­byrgð á því að rekstrar­út­gjöld og rekstrar­af­koma stofnunarinnar sé í sam­ræmi við fjár­lög og að fjár­munir séu nýttir á árangurs­ríkan hátt.

Sam­kvæmt niður­skurðar- og að­halds­á­formum í ríkis­rekstri sem Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra kynnti í lok ágúst verður al­menn að­halds­krafa á stofnanir ríkisins 2% á næsta ári og 3% á ráðu­neytin.

Með því fylgdi sér­stök að­halds­krafa í launa­málum sem ó­hjá­kvæmi­lega leiðir til þess að fækkað verði í hópi ríkis­starfs­manna.