Mögulegt er að 60 til 80 vindmyllur sem geta framleitt um 200 megavött verði komnar í gagnið við Búrfell haustið 2017. Þetta segir Margrét Arnardóttir, verkefnastjóri vindorkuverkefna Landsvirkjunar. Tvær vindmyllur eru á staðnum fyrir.
Rannsóknum vegna mats á umhverfisáhrifum vindmyllanna er nú verið lokið og Landsvirkjun vinnur nú að gerð frummatsskýrslu um verkefnið.
„Mögulega gætum við sett þær upp haustið 2017, en það væri fyrsti möguleiki að gera það þá,“ segir Margrét. Prófanir á nýtingu vindorku á svæðinu hafa gefið góða raun.