Flosi Eiríksson, viðskiptafræðingur, ráðgjafi hjá Aton.JL og fyrrum framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, mun bjóða sig fram til formanns VR. Hann staðfestir þetta í samtali við Viðskiptablaðið, sem greindi fyrst frá málinu í gær.

„Það er búið að tala við mig, og ég hef talað við fólk og ég er verulega að hugsa það að bjóða mig fram.”

Flosi hefur mikla reynslu af bæði stjórnsýslu og félagsmálum en hann sat í bæjarstjórn Kópavogs í 12 ár og var einnig formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks. Þá starfaði hann í áratug hjá KPMG í fyrirtækjaráðgjöf og sem verkefnastjóri í viðskiptaþróun og tengslum.

„Ég hef eiginlega alltaf haft mikinn áhuga á hag vinnandi fólks. Að við sem leggjum okkar af mörkum til samfélagsins með vinnuframlagi alla starfsævina, búum við öryggi, góð lífskjör og getum byggt börnunum okkar bjarta framtíð. Við getum með samstöðu og áræðni haft áhrif á samfélagið og hvernig gæðunum er skipt,“ segir Flosi.