Hlutabréf Icelandair lækkuðu um 1,19% í dag og nam velta með bréf flugfélagsins 178 milljónum króna. Dagslokagengi Icelandair endaði í 1,67 krónum á hvern hlut og hefur gengi félagsins ekki verið jafn lágt síðan 2. janúar.
Gengi Play lækkaði einnig um 2,13% í dag og er hlutabréfaverð flugfélagsins nú 9,2 krónur á hvern hlut. Hlutabréf Play hafa aldrei verið lægri frá upphafi.
Vátryggingafélag Íslands lækkaði einnig um 3,16% í dag og stendur gengi félagsins nú í 16,85 krónum. Aðeins tvisvar á þessu ári hefur gengi VÍS verið eins lágt og það er nú, í byrjun janúar og lok júní.
Alvotech lækkaði þá um 2,79% og er hlutabréfaverð félagsins nú 1.220 krónur á hvern hlut. Síminn lækkaði um 1,79%, Arion um 0,79%, Kvika um 1,2% og Marel og Íslandsbanki lækkuðu um 1,75% hvort um sig.
Einu tvö félögin sem hækkuðu í dag voru Eimskip og Hampiðjan en þau hækkuðu um 0,2% og 0,71%.
Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,32% og er hlutabréfaverð hennar nú 2.321 krónur á hvern hlut.