Andrey Rudkov, stofnandi og eigandi Tokyo Sushi, hóf nýlega framleiðslu á tilbúnum réttum undir heitinu Krás. Hann segir réttina frábrugða mörgum öðrum tilbúnum réttum á markaðnum og býst við aukinni eftirspurn á komandi misserum.
Krás-réttirnir eru þegar fáanlegir í verslunum Krónunnar en hægt er að velja á milli mismunandi rétta eins og fylltra kjúklingabringna, Creola-rækja og andarlæris.
Andrey telur að það sé mikil eftirspurn á íslenskum markaði eftir hágæða tilbúnum réttum en hann segir að Krás-réttirnir notist við öðruvísi eldunaraðferðir en þær sem þekkjast innan geirans.
„Við notumst við aðferð sem heitir cook and chill. Það er að segja við eldum matinn og þegar hann er kominn í kjarnhita þá kælum við hann eins hratt og mögulegt er til að viðhalda öllum næringarefnum, safa, lit og áferð vörunnar.“
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.