FTSE 250 vísi­talan, sem fylgir gengi 250 stærstu fyrir­tækja Bret­lands, hækkaði um 1,8% í morgun og fór í 20.985 stig. Vís­talan dalaði ör­lítið eftir fyrstu við­skipti en hún hefur þó ekki verið hærri síðan í apríl 2022.

Vísi­talan er oft talin betri mæli­kvarði á efna­hag Bret­lands en FTSE 100 þar sem fleiri meðal­stór fyrir­tæki eru í vísi­tölunni. FTSE 100 vísitalan hækkaði um 0,4% í morgun.

Þing­kosningar fóru fram í Bret­landi í gær og vann Verka­manna­flokkurinn stór­sigur og verður Keir Star­mer, for­maður flokksins, næsti for­sætis­ráð­herra Bret­lands.

FTSE 250 vísi­talan, sem fylgir gengi 250 stærstu fyrir­tækja Bret­lands, hækkaði um 1,8% í morgun og fór í 20.985 stig. Vís­talan dalaði ör­lítið eftir fyrstu við­skipti en hún hefur þó ekki verið hærri síðan í apríl 2022.

Vísi­talan er oft talin betri mæli­kvarði á efna­hag Bret­lands en FTSE 100 þar sem fleiri meðal­stór fyrir­tæki eru í vísi­tölunni. FTSE 100 vísitalan hækkaði um 0,4% í morgun.

Þing­kosningar fóru fram í Bret­landi í gær og vann Verka­manna­flokkurinn stór­sigur og verður Keir Star­mer, for­maður flokksins, næsti for­sætis­ráð­herra Bret­lands.

Hlutabréf í byggingarfyrirtækjum eru að leiða hækkanir í Kauphöllinni í Lundúnum og hefur gengi Persimmon og Vistry hækkað um 3%. Barratt og Taylor Wimpey hafa hækkað um 2%.

Eitt af stærstu kosingaloforðum Verkamannaflokksins var að byggja 1,5 milljón ný heimili og losa um hömlur á byggingariðnaðinum til að greiða fyrir fleiri íbúðabyggingum.

„Ríkis­stjórn Verka­manna­flokksins gæti greitt leið fyrir hækkun bréfa meðal­stórra fyrir­tækja ef þeim tekst að ná stöðug­leika í ríkis­fjár­málum og efla traust á breskum efna­hag. Star­mer er hins vegar að erfa tölu­vert betra efna­hags­á­stand en for­veri sinn þar sem verð verð­bólga er komin í 2% mark­mið og fram­leiðsla er að aukast á ný,“ segir Victoria Scholar, yfir­maður fjár­festinga hjá Interacti­ve Investor, í sam­tali við The Guar­dian.

Pundið hefur hækkað um 0,15% gagn­vart Banda­ríkja­dal. Franska úr­vals­vísi­talan CAC 40 hefur hækkað um 0,4%, þýska DAX um 0,7% og ítalska FTSE MIB vísi­talan hefur hækkað um 0,5%.

„Kosningar losa um á­kveðna ó­vissu í kringum stjórn­mál í Bret­landi sem styrkir pundið ör­lítið sem er einnig að styrkjast gagn­vart evrunni,“ segir Scholar.